2.12.2008 | 11:06
Það er dýrt að borga upp skuldirnar sínar
Einkennilegt fyrirbæri verðtryggingin. Við hjónin höfum verið að týna saman aura sem við áttum til að greiða niður húsnæðislánin og viti menn, mánaðarleg greiðsla hækkar því meir sem greitt er inná. Sú verðtrygging sem við fáum út úr því að láta bankann geyma peninginn okkar er rýrari en sú sem bankinn tekur til sín. Við erum svo heppin að fá hluta afþví sem tapaðist í bankahruninu í smáskömmtum til baka og höfum tekið á það ráð að láta hann hafa það allt til baka aftur með því að greiða niður ofurlánin. En svona er lífið, litli maðurinn hefur ekkert í þann stóra að gera sem buffar þann litla niður úr gólfinu.
Ég ætla að reyna að hætta að hugsa um peninga. Reyna að hætta að halda að þeir færi mér gæfu og gengi og áhyggjuleysi. Áhyggjuleysi? Ég hef komist að því að það veldur áhyggjum að eiga pening og það jafnmiklar og að skulda pening ef ekki meiri því maður er alltaf hræddur um að tapa.
Mér finnst það skrýtinn andskoti að ég gamli komminn sér orðin svo peningasjúk og hafi breyst í íhaldsaman kaptítalisma sem rotnar innan um krumpaða peningaseðla. Væri ekki svona andsk... kalt á Íslandi þá væri ég alveg til í að leggjast út á tún, éta gras og fífla og sofa í heysátu undir stjörnubjörtum himni.
Nú er ég að lesa um Ýmir hinn illa og hvernig heimurinn skapaðist úr líkamspörtum hans eins og Gylfi konungur lýsti. Sköpunarsagan er alltaf heillandi sama útfrá hvaða trúmálum hún er skrifuð. Í grunninn er hún hin sama....
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.