Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2010 | 21:22
Stundum er hættulegasta lygin þögnnin
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2010 | 18:53
Þöggun
Ég hef ekki mikið álit á þeirri stofnun sem Þjóðkirkjan er þ.e. þeirri yfirstjórn sem þar situr og lúrir á valdi sínu. Það að Lútherks þjóðkirkja skuli hylma yfir brotum sem kirkjunnar menn frema á skjólstæðingum sínum ungum sem öldnum er mér áfall en kemur mér ekki í opna skjöldu. Vald, vald, vald... hver vill ekki vald, hverjum rís ekki hold við það að vera valdamikill og getað í skjóli þeim varnavegg sem kirkjan veitir þeim svalað valdafýsn sinni hvenær og hvar sem er? Ég er ekki það blind að ætla að hin Lútherska kirkja sé eitthvað hreinlyndari en sú kaþólska eða þá að anabaptískar kirkjur stundi heldur ekki sínar orgíur, hvort heldur sé í laumi þar sem sá stóri heldur á þeim litla í lúku sinni eða þá þegar hinn þagnbundni hópur presta verja starfsbræður og systur þegar þeir níðast kynferðislega eða á annan máta á þeim sem ekki geta varið sig.
Ég ætla ekkert að dæma Ólaf Skúlason, ég var ekki viðstödd, en ég ætla að trúa því sem dóttir hans kemur með fram að níð hafi átt sér stað af hans hálfu, bæði gagnvart henni og svo öðrum konum þar sem aðeins fáeinar þorðu að koma fram og lýsa því broti sem framið var af þeim.
Er ég að skilja það rétt að hr. biskup Karl Sigurbjörnsson sé með orðum sínum að afsaka þá níðinga sem felast innan prestastéttarinnar. Hefur biskupinn enga samhyggð með þeim sem hefur mátt þola mannorðsmorð í kjölfar þess að upplýsa um það brot sem þeir hafa mátt þola. Er ég að skilja það rétt að sr. Geir meti þagnareiðinn það mikið að hann kveðji manneskju sem játað hefur brot sitt gegn misnotkun á barni, fer út frá prestinum til þess eins að halda áfram á sömu braut vitandi að hann geti alltaf leitað á náðir prestsins og fengið fyrirgefningu synda sinna þar sem presturinn hefur þegið það vald frá Guði að veita aflausn..
Er sá sem hylmir yfir sekur að slíku sjálfur? - Er hann/hún níðingur?
Ég er guðfræðinemi sem er utan þjóðkirkju vegna þess að valdamiklar stofnanir hræða mig, ég trúi samt á að kærleikinn og hrein lund verði óþverranum yfirsterkari. Guð vinnur í gegnum fólk en það stendur hvergi í Bíblíunni að kirkjunnar menn eigi að taka þátt í að níðast á öðrum og þá sérstaklega ekki á börnum og konum. Kirkjunnar menn eiga að slá skjaldborg utan um hreinleikann (hver svo sem hann er) og verja þá sem verða fyrir árás valdafíkinna manna.
Ég hugga mig við að það séu bara fáeinir sem misnota, því ég þekki til margra góðra presta sem vinna undursamlega góð verk. En það er einhver maðkur í mysunni á Biskupsstofu og hjá yfirstétt prestanna.
Sr. Karl, sýndu þá auðmýkt að hugga fórnarlömbin í stað þess að tjalda þagnarmúr utan um þá sem fremja níð, sýndu að þú sért Guði þínum þóknanlegur, það sama segi ég við Geir Waage.
Kynferðisbrot þögguð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 13:31
Sjálfum sér sannur
Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til þegar borgarstjórinn mun sýna nýju fötin sín, þá mun hann virkilega koma til dyranna eins og hann er klæddur og sjá fólkið mun sjá að hann hefur ekkert að fela. Hann er reisulegur maður og leikur hlutverk sitt af innlifun samkv. þeim loforðum sem hann gaf við upphaf kosningabaráttu hans.
Við erum öll sérsatök en mörg okkar pukrast í laumi með það sem við höldum að hneyksli aðra. Ég lofa mig sæla að ég muni nú geta komið fram og játað opinberlega í skjóli þess að maður mér æðri í stöðu og gáfum detti niður í gleðilegt barnshlutverkið sé mér léttir vegna axlaskapar, fílfahegðunar og truflunar sem ég sýndi af mér og ég á það enn til að detta í trúðshlutverki frúin komin langt í sextugt.
Við höfum haft alla flóruna við stjórnvöldin, fíflið, trúðinn, þann geggjaða, hinn feimna, þann með sturlnunarblikið í augunum, siðblinda lygarann en fæstir þeirra hafa stigið fram í sínum rétta búningi.
Það sem ég er guðfræðinemi þá get ég ekki annað en verið spennt þegar ég stíg í Evuklæðinum einum saman og prestkraganum fyrir altarið og deili út brauði og víni lífsins, í fyrstu bók Genesis er sagt frá Evu sem hafði ekkert að fela fyrr en hún lokkaði Adam til að taka bita af eplinu - hún fékk laufblað, ég fæ prestkraga.
Til hamingju þið öll sem þorið að koma til dyranna eins og þið eruð klædd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 11:55
Herðing
Herða skilyrði fyrir endurgreiðslu á æðahnútaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 09:46
Endalok
Hvers konar endalok verða það sem við nálgumst? - Erum við á leiðinni að stíga út úr þokkalega góðu velferðarkerfi inn í samfélag sem líkja má við þriðju heims ríkin? Allavega, við lestur frétta og umræður um Icesave málin setur að manni ugg um það sem koma skal.
Almenningur er ekkert annað en peð á taflborði stjórnmála og (fyrrverandi) auðmanna. Við verðum að láta reika og taka því sem að okkur er rétt. Ég held að sá tími sem er liðinn frá því að bankarnir hrundu sé búinn að lama að hluta baráttuafl þeirra sem hafa misst sitt og geta nú ekki framfleytt ser eða komið börnum sínum í skóla.
Fyrir mína parta þá get ég verið þakklát því uppeldi sem herti mína sultaról. En þá voru flestir á sama báti og höfðu ekki viðmið við eitthhvað betra. Annað er upp á teninginn í dag.
Nálgast endalokin í umræðum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2009 | 16:06
Gæslan
Ég samhryggist aðstandendum hins látna og þykir leitt að svona umræður skuli þurfa að eiga sér stað í fjölmiðlum.
Við erum kominn á þann stað að sparnaður verður að eiga sér stað á öllum stöðum í kerfinu. Börn og unglingar geta ekki sótt skóla vegna fátæktar og látið fólk verður að bera bein sín á tindum Íslands.
Neituðu að senda Gæsluþyrluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 10:13
Eiginkona forstjórans
Ég er ekkert hissa. Við erum 300.000 manna þjóð og frændveldið ræður ríkjum. Hvað er betra en að hafa eiginmann eða eiginkonu hinum megin við lánaborðið svo hægt sé að sækjast í stærri og stærri lán? -
Ekki ætla ég að kasta persónulegum skít að einstaklingum sem eiga fyrirtæki eða sitja í stjórnum, vafalaust allt hið besta fólk og vammlaust. Mér skilst að nú megi ekki reykja inni svo viðkomandi bankastjórnarmaður hlýtur að fara út á stétt þegar fjallað er um má Eikar fasteignafélags.
Svo er ekki hægt að ná í formann bankastjórnar fyrr en hún hefur náð að semja ræðuna sína og ráðfæra sig við þá sem virkilega stjórna þ.e.a.s. skuldarana sem bankinn er háður svo lengi sem þeir greiða af lánum sínum. Furðulegur andskoti að þetta smit hafi borist frá gamla yfir á hið nýja.
Ég hefði gjarnan vilja að einhver mer vilhollur hefði setið í bankaráði þegar ég tapaði mínu en fékk það ekki frádregið frá íbúðarláni mínu hjá þessum sama banka. Þeir höfðu greitt úr sjóð inn á hlaupareikning á síðasta lífdegi gamla Kaupþings hluta af sjóði okkar, en vegna þess að millifærslan átti sér stað kl. 14.10 en ekki 13:55 þá náðu þeir í 800.000 til baka af okkar reikningi og við urðum að taka því möglunarlaust. Á meðan má afskrifa hundruði milljarða á stærri félög og skúffufélög.
Réttlæti er ekki handa öllum bara fáum útvöldum þegar að bönkunum kemur.
Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 08:26
47% skúffur
Ég sem ætlaði að stofna Gismo ehf hér í den en vantaði skúffu í skrifborðið hjá mér. Amalegt.
Mér er spurn hvort einstaklingur geti stofnað skúffufyrirtæki utanum ósýnilegan rekstur heimilis síns? Ætli það nokkuð! -
Hið opinbera veitist að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu (er það nokkuð nýtt?) og mergsýgur almenning þar til hann getur ekkert annað gert að að fljúga af landi brott, sem sýnir sig í því að íslendingum er að fækka.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgöngu mála hvað varðar þessi skúffufyrirtæki. Hvort einhver verði sóttur til saka? -
Hef þann grun að fljótlega verði reynt að þagga niður í blaðamönnum líkt og í hryðjuverkalöndum, þar sem svona fréttir eru óþægilegar fyrir ríkisstjórn, bæði núverandi og fyrrverandi. Báðar eiga sinn hluta að máli og má rekja möguleika einstaklinga til skúffufyrirtækja lagasetninga sem þær og þá sérstakleg sú fyrri og þeirri á undan gerðu með lagasetningum sínum og í raun að snúa blinda auganu að því sem var að gerast í þjóðfélaginu.
Heppnin liggur hjá mér. Mín skuldsetning er lítil og tekst okkur hjónunum að greiða af okkar íbúðarláni af lágmarkstekjum, en við látum ekki það sama eftir okkur og þegar við vorum bæði í vinnu og með venjulegar tekjur á þeim tíma (vel undir 1/2 milljón).
Megi réttlætið sigra að lokum. Megi öld græðginnar líða undir lok og megi augu siðblindingja opnast og iðrun eiga sér stað.
Skulduðu yfir þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:49
Alvarleg veikindi
Hljómar eins og fjárkúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 12:54
Þráinn er hann að þrána?
Ég á ekki orð yfir bréfi Margréta Tryggvadóttur varðandi Þráinn. Það er ekki endilega að ég þekki karlinn eða líki við hann, en þvílíkur sandkassaleikur hjá hreyfingunni. Þau eru enn að berja trommur, potta og pottlok, sem dugði vel til að mynda nýja ríkisstjórn og að tekið yrði mark á almenningi. - ég yrði brjáluð ef ég sæi álíka bréfaskiptir um mig væri ég á opinberum vettvangi - Sorry Borgarahreyfing, þið verðið að taka ykkur saman í andlitinu ef þið eigið að vera tekin alvarlega.
Þar sem ég er með minnisglöp, þá man ég ekki hvað ég kaus í síðustu alþingiskostningum. Fuss
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |