14.8.2009 | 12:54
Þráinn er hann að þrána?
Ég á ekki orð yfir bréfi Margréta Tryggvadóttur varðandi Þráinn. Það er ekki endilega að ég þekki karlinn eða líki við hann, en þvílíkur sandkassaleikur hjá hreyfingunni. Þau eru enn að berja trommur, potta og pottlok, sem dugði vel til að mynda nýja ríkisstjórn og að tekið yrði mark á almenningi. - ég yrði brjáluð ef ég sæi álíka bréfaskiptir um mig væri ég á opinberum vettvangi - Sorry Borgarahreyfing, þið verðið að taka ykkur saman í andlitinu ef þið eigið að vera tekin alvarlega.
Þar sem ég er með minnisglöp, þá man ég ekki hvað ég kaus í síðustu alþingiskostningum. Fuss
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er full seint fyrir þennan flokk að taka sig saman í andlitinu er ég hræddur um Ólöf..
hilmar jónsson, 14.8.2009 kl. 13:05
Sammála Hilmar - en þetta er leitt og pínlegt. Þótt við séum rótttæk þurfum við ákeðna kurteisi manna á milli og sérstaklega á opinberum vettvangi. Ekki viljum við skapofsafólk sem lætur öllum illum látum stýra okkur í gegnum kreppuna.
Ólöf de Bont, 14.8.2009 kl. 13:20
Margrét sendi þetta ekki á almenning heldur samstarfskonu sína. Sú ákvað að birta þetta eða einhver annar en Margrét.
Já, það er alveg hræðilegt að Margrét hafi áhyggjur af heilsu Þráins, alveg hræðilegt! Þetta er svo fáránlegt sem mest má. Ef maður hefur áhyggjur af náunga sínum og/eða samstarfsmanni þá maður bara að halda kjafti og láta það kjurt liggja. ÞAð er það sem maður getur lært af þessu!
Sigurjón Sveinsson, 14.8.2009 kl. 13:25
Já talandi um bætt siðferði í stjórnmálum. kv
hilmar jónsson, 14.8.2009 kl. 13:25
Sigurjón minn, maður hæðist ekki að fólki með heilkenni. Svo lærir maður að fara vel með orð sín sem opinber manneskja. Mundu að það sem einn segir í eyra þitt um annan mun hann segja í eyru annarra um þig. Gróa á Leiti hefur nefninleg marga munna
Ólöf de Bont, 14.8.2009 kl. 13:31
Hæ Sigurjón. Þú ert í minnihluta. Við hin köllum þetta réttu nafni - RÓGBURÐ!
Verðu hann áfram, gerðu það! Það er svo gaman að heyra það.
Það sem maður fyrir VIN sinn er að tala við hann og hans nánustu um heilsubrest. Ekki dreyfa persónulegum rógi á opinberum vettvangi.
Rúnar Þór Þórarinsson, 14.8.2009 kl. 14:06
Það er ekki víst að það sé full seint fyrir flokkinn að taka sig saman í andlitinu hilmar, svo framarlega sem þríeykið segi sig frá þingmensku, (og úr flokknum)og varamenn komi í þess stað.
Hjörtur Herbertsson, 14.8.2009 kl. 14:12
Flokkurinn er of lítill til þess að geta haft einhver til málanna að leggja. Ég legg það til að þeir sem eru sjálfum sér sannir líti til flokka sem hafa á stefnuskrá velferð íslensk þjóðfélags (ég veit sjálf þessa stundina hver hann er). Á svona óróatíma eiga þingmenn og flokkar að taka þátt í rógburði og átökum, þeir eiga að standa vörð um hag heimilinna.
Ólöf de Bont, 14.8.2009 kl. 15:49
Það sést best af yfirýsingum Margrétar og Birgittu eftir "alzheimerpóstinn" hennar Margrétar hverskonar manneskjur eru þar innanborðs. Maður þarf eiginlega ekkert að bæta við það.
Rúnar Þór Þórarinsson, 17.8.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.