13.8.2009 | 09:36
Til varnar skal brugðist
Hrein og tær snilld. Þvílíkur texti og innihald. Menn vissu hvað þeir voru að gera en vegna óregluvæddra og ógegnssæs markaðar þá töldu menn að best væri að lána einstökum lánendum en ekki kaupa í sjálfum sér því þar með væru þeir orðnir sakhæfir. Mig skortir orð og ég er farin að telja mig í heimskari kantinum, að hafa ekki dottið slíkt í hug sjálf þegar ég rak mitt eigið fyrirtæki, en ég hafði eingöngu aðgengi að heiðarlegum ráðgjafa og endurskoðenda sem taldi að best væri að vera heiðarlega- og lagamegin við línuna (ekki kokain línuna).
Ég vona að úr heimsku minni rætist og að mér takist að komast í gegnum nokkra áfanga í siðfræði, að hjarta mitt megi opnast og skilja vanmátt þessara vitru manna og kvenna sem komu af flóðöldu gjaldþrota fyrirtækja og heimila og tókst betur en mönnum á 12. öld, það er, að koma þjóðinni vafalaust á hausinn og reka okkur inn í nýlenduþrælkun aftur. Á íslandi ætla ég að vera og Ísland mun geyma mína ösku.
Nauðvörn rétt fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.