Eftirsjá

Æi hvað þetta er sorglegt.  Núna hefur trommuslátturinn náð alla leið inn á gólf Alþingis og rígur kominn upp á milli manna, hræðilega leiðinlegt.  Óskin var önnur en að menn færu að berjast innbyrðis.  Þar sem ég hef verið í löngu fréttahléi vegna síendurtekinna óttakasta yfir því sem gæti gerst í íslensku þjóðfélagi tel ég mig vera frekar illa upplýsta um stöðu mála varðandi Icesave og ESB - leyndarhjúpurinn er svo þykkur að heill handleggur kemst ekki í gegn, sama má kannski segja um Borgarahreyfinguna, vegna smæðar sinnar er hún kannski hornreka og á ekki upp á pallborðið, eða að hér sé um að ræða hóp fólks sem hugar eingöngu að sínum eigin ranni en ekki hópsálinni.  En hvað veit ég?
mbl.is Harmar persónulegar deilur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir síðast Ólöf.

Stundum er skilnaður betri en eitrað samband og það á líklega við í þessu tilviki. 

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Get ekki verið meira sammála þér Sigurður. En ég hélt að bleika skýið á hveitibrauðsdögum myndi vara lengur. Sömuleiðis takk fyrir síðast.

Ólöf de Bont, 7.8.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband