Ríkið ræður

Ég er bara smápeð á skákborði hagkerfis Íslands.  Allar upplýsingar um Icesave, skuldastöðu landsins og inngöngu í ESB hef ég úr fréttamiðlum landsins.  Þar sem ég er ekki við stjórnvölinn þá er mér í raun um megn að vita hina raunverulegu stöðu sem hin íslenska þjóð er í þessa stundina.

Mér er nær lagi að hugsa sem svo að Seðlabanki og ríkisstjórn hafi ráðið sér her af endurskoðendum, lögfræðingum og öðrum menntuðum einstaklingum sem kunna allskonar brellur til sannfæra sauðheimskan almenning um að það sé í lagi að hækka beina og óbeina skatta á þá.  

Jóhanna og Steingrímur J. eru ekkert annað en andlit út á við og hafa lítið vald í raun yfir því sem er að gerast í efnahagskerfinu sem nú riðar til falls.  Þau bæði voru mjög loforðagjörn fyrir kosningar og var fólkinu í landinu sagt að skjaldborg yrði slegin um heimilin.  Annað hefur nú komið í ljós.  Skattpíningin er nú að sýna sitt rétta andlit og vígtennurnar beraðar.

Það setur að mér ótta sem atvinnulausri konu á leið í háskólanám hvað verði um mig þegar ég verð orðin ellilífeyrisþegi, og það eru ekki svo mörg ár þangað til.  Mun ég  ásamt öðrum íslendingum geta gengið rólega inn í síðasta fasa lífs míns eða bíður mín grámygluleg fátækt og hungursneið líkt þeirri sem reið yfir fólk á fyrsta og öðrum tug 19. aldar? - Verður allt unga fólkið farið sem hefði getað hlúð að sjúkum og deyjandi?  Verður Ísland einangrað eiland í Ballarahafi og óbyggt að öld liðinni?

Það má líkja efnahagshruninu við kjarnorkusprengju sem féll á landið, það tekur bara aðeins lengri tíma fyrir afleiðingarnar að koma í ljós.

Forsætisráðherra mun örugglega ljúka máli sínu með orðunum: Guð blessi Ísland.

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - góð færsla

Sigrún Óskars, 21.7.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband