26.6.2009 | 12:59
Viðskiptasnilld vs Siðblinda
Menn vita alveg hvað þeir eru að gera. Það er ekki tilviljun að það séu einungis skuldir eftir í Íslenskri afþreyingu ehf. Við eigum til sérfræðinga sem kunna glufur á löggjöfinni og er ráðgefandi þegar það þarf að bjarga peningum og losna undan skuldum. Til hamingju með þennan gjörning Íslensk afþreying ehf, nú þarf stjórnin ekki lengur að hafa áhyggjur! Nema einhver annarskonar snillingur geti snúið þessum skiptum við og krafið menn um ábyrgð, sem ég held að verði ekki.
Mér er eiginlega spurn, hvenær taka íslensk stjórnvöld í taumana og láta fara ofan í sauminn á spillingunni.
Þetta er því miður ekki hægt fyrir íbúðareigendur, veðið liggur í eignum þeirra og þeir sleppa ekki svo auðveldlega ef þeir geta ekki greitt af skuldum sínum.
Æi, hvað veit ég....
Íslensk afþreying gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Grrr...
Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.