Sjóvá í útrás

Les ég rétt?  Er Sjóvá komið í byggingaframkvæmdir á lúxusíbúðum í Macau úthverfi Hong Kong? - Hvað gengur félaginu til að að ráðast í svona framkvæmdir?  Ætli þeir hafi ekki veðsett hér líka tryggingasjóðinn þar sem bætur eiga að greiðast úr? - Já, ég er eitt spurningarmerki!

Ég borga töluverðar upphæðir (ekki hjá Sjóvá lengur) til þess að standa straum af tryggingum af bíl, hús- og innbústryggingu og ætlast að sjálfsögðu til þess að verði ég fyrir skaða að tryggingafélagið sem ég er tryggð hjá geti bætt mér það tjón. 

Það er allsendis óvíst að Sjóvá geti staðið undir þeim skuldbindingum hér heima.  Félagið hlýtur að vera að komast í þrot og næstu fréttir af því verða vafalaust þær að félagið er orðið eign ríkisins.

Þótt ég sitji hér og skrifi og þykist hafa einhverjar skoðanir þá hef ég ekki glóru um hvað er í raun í gangi, er ekki innanbúðar koppur þarna, en ég les það sem stendur í fréttablöðum og heyri og sé það sem sagt er í út- og sjónvarpi.  

Ótrúlegt að þessi fámenna þjóð skuli hafa getað skotist svona hratt upp á stjörnuhimininn till þess eins að hrapa og verða að fjármálalegu ruslara lýðveldi.  Hvaða snillingar smíðuðu hagkerfi okkar og útrás?  Engir apar eða vitleysingar.  Að baki liggur margra ára nám verk- , lög- og stærðfræðinga í bland við áhættusækna fíkla sem hafa tröllriðið eða má bara ekki segja tröllskessunauðgað íslensku hagkerfi.  

Það segir mér hugur að menn hafi enga iðrun, að þeir sjái ekkert athugavert við framkvæmd sína í álíka málum.  Menn þvo bara hendur sínar og benda á einhvern annan til að krossfesta.  Það liggur við að ég haldi að Pilatus sé endurfæddur aftur og núna er það almenningur sem er húðhýddur og krossfestur saklaus (flestir, en þó ekki allir).

Mér er svosem ekkert vel við þegar upp um mig kemst þegar ég geng á skjön við almennt velsæmi en sætti mig þó við að þegar ég í "sakleysi" mínu hef gengið á rétt annara að tekið sé í hnakkadrambið á mér og ég látin bæta fyrir brot mín.  Aðeins þannig á ég von á að eignast uppreisn æru.  Ég á nógu erfitt að drattast með það sem ég hef nú þegar á samviskunni og er enn óbætt.  Það er nefninlega svo að ég er mannleg og breysk og er ekki viss hvað ég gerði hefði ég aðgengi að féi og valdi - siðleysið gæti búið í mér og sagt mér að allt sem ég snerti og gerði væri í lagi, svo myndi ég bara loka augunum og sjá ekki þann skaða sem ég hef valdið.  Flúið til útlanda (landfræðilegur flótti fíkilsins) og lifað í glerturni.... en það er eitthvað í mér sem stoppar þegar ég er komin að endabrú græðginnar, smá samviska sem hvíslar að mér að það sem ég geri öðrum muni henda mig um síðir.  Það sem fer upp kemur niður að lokum.


mbl.is Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Sagt að þeir hafi verið byrjaðir í Kína, til að ávaxta tryggingasjóðinn, dregið sig til baka og SLOPPIÐ með 3 milljarða tap (vegna riftunarinnar). Gleðileg jól!

Eygló, 24.6.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þarna er kannski skýringin á hækkun tryggingagjalda, verið að kaupa húsnæði úti í hinum stóra heima og við borgum? Hljómar þetta kunnuglega?

Rut Sumarliðadóttir, 24.6.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Eygló

Maður er orðinn eins og klósetthreinsari; hættur að kippa sér upp við skít!

Eygló, 25.6.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband