Munnleg samkomulög

Það vita allir að munnleg samkomulög eru ekki gildandi.  Það er hægt að gera samkomulag yfir kaffibolla en það hefur ekkert gildi séu þau ekki bókfær
mbl.is Munnlegt samkomulag við FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Munnlegur samningur er jafngildur skriflegum, bara erfiðara að sanna.

Ég held að krimminn GIB sé ekki bersyndugur í lífeyrissjóðsmálinu. Nóg er nú samt sem hann hefur "dundað" við í áratugi og lítið hreinsast af honum þótt í ljós komi að hann sleppi þarna.

Eygló, 22.6.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eini staðurinn sem ég veit um þar sem munnlegur samningur er bindandi, er í New York ríki í Bandaríkjunum. Á Íslandi gilda ekki sömu lögmál, og þess eru mörg dæmi að menn hafi svikið hin og þessi "heiðursmannasamkomulög".

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 02:19

3 identicon

Munnlegir samningar eru bindandi á Íslandi. Ef það er hægt að sanna tilvist þeirra þá halda þeir einsog skriflegir. Örstutt leit í dómasafni Hæstaréttar sýnir fram á þetta. Þá er hægt að lesa greinargerð með lögum nr.7/1936 sem fjallar um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.

Munnlegir samningar eiga ekki að líðast í opinberri stjórnsýslu. Það bíður uppá svindl og svínarí sem menn kannast svo við eftir hentugleika. Allt á að vera skrifað,skjalfest og geymt! 

Ég (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 03:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakið, ég vissi ekki að þetta gilti á Íslandi. Myndi heldur ekki treysta á það heldur fá hlutina frekar skriflega.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 09:24

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég hef lent í málarekstri og ákvæðið um "munnlegt samkomulag" sem var í gildi á milli aðila var ekki samþykkt þó svo vitni væru að samkomulaginu. - Fyrir mína parta þá er það rithöndin sem gildir.

Ólöf de Bont, 22.6.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband