21.6.2009 | 10:29
Stóri bróðir
Þá er komið að því, stóri bróðir er loksins farinn að láta sjá sitt rétta andlit. Ég er ekki með voða mikið ofsóknarbrjálæði, en ég veit að það er hægt að fylgjast með mér á ýmsan máta, í gegnum Visa kortið mitt eða debet, gagnabanka spítalanna og áfram má telja. Núna hefur Google Earth bæst í hópinn og ég er ekki lengur óhullt. Eins gott að mér var kennt í æsku að "Guð" vakti yfir mér og sæi allt sem ég gerði. Það gera mennirnir líka í dag.
Ég er hætt að liggja ber á svölunum hjá mér heima því geislar Google Earth gætu beinst að holdugri miðaldra konu í sólbaði safnandi freknum.
Ræningjar gómaðir með aðstoð Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 11:23
Innlitskvinn gegn um Gúgl Ööþ. Þú varst of sein. Nú veit ég allt um þínar freknur og fæðingarbletti og get eignað mér þig eins og í Overboard með Goldie Hawn.
Villi Asgeirsson, 21.6.2009 kl. 12:28
Svona er þetta ef maður hleypir stelpunum út, einhver að glápa úr himinhvolfunum. Ég er líka að safna freknum.
Rut Sumarliðadóttir, 21.6.2009 kl. 13:02
Villi, veistu hversu mikill roðinn er á milli freknanna
Ólöf de Bont, 21.6.2009 kl. 16:28
Þetta er allt gert til þess að hafa upp á undanskotunum á útrásarpeningunum. Google er að þróa þetta sérstaklega fyrir Íslendinga. Þetta er að koma.
Rúnar Þór Þórarinsson, 21.6.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.