20.6.2009 | 09:38
Framhjáhald
Siðspilling, óheiðarleiki, undanhald og vinarklíkur. Allt þetta hefur, er og verður til. Það eru nánast sömu hausar við völd núna og voru í síðustu ríkisstjórn að undanskildum VG, sem enn og aftur láta almenning súpa seyðið af kolrugluðu sukki síðustu ára - er nokkuð skrítið að undanþágur séu gefnar. Veit af útflutningsfyrirtæki sem lætur sínar tekjur fara í gegnum Svissneskan banka þ.e.a.s ef eyru mín hafa heyrt rétt, þessir peningar koma ekki heim, í besta falli eru þeir notaðir til að greiða erlendar skuldir þessa fyrirtækis sem og svo annarra sem stofnað hafa til slíkra skulda.
Seinagangur og ótti er við stjórnvölinn á Íslandi og þeir stjórnmálamenn sem börðu á brjóst sér (það er vont að lemja brjóst sín þegar maður er kona) og lofuðu að verja heimili landsins og þeirra sem minnst mega sín! - Hvar eru loforðin? Ég les og heyri bara um niðurskurð hjá þeim lægst settu.
Eignir auðmanna sem hafa sett Ísland í skuldarklafa eru ekki kyrrsettar og það er eins og það sé verið að draga rannsókn á langinn þar til fólkið í landinu er orðið það dofið að baráttuvilji þess hefur koðnað niður - svangur maður hefur lítið bol til þess að berjast.
En látum verkin tala sínu máli, framtíðin segir okkur hver heiðarleiki stjórnvalda er
Fara framhjá gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mafían er Jóhönnu og Steingrími ofviða, því miður, almenningur virðist hafa það of gott ennþá til að fara í mótmæli. Engin stjórnvöld geta ráðið niðurlögum mafíunnar án fulls stuðnings almennings. Hvers vegna er ekki búið að skipta um ríkissaksóknara, það er jú skilyrði Evu Joly fyrir að ljá rannsókninni nafn sitt.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.