Fatlaða stúlkan mín

Það er kominn tími til að kveðja þig og halda áfram að lifa.

En minningin um yndislega stúlku mun aldrei hverfa.  Ég mun alltaf minnast þín eins og þú varst.

   Þú varst lítil, fötluð, veik stúlka og þér fylgdu mörg vandamál.

   Vandamálunum gleymi ég ekki og heldur ekki svefnlausu nóttunum, þreytunni og vonleysinu.  Allt þetta var hluti af þinni tilvist.

   Ég hef fyrir framan mig mynd af þér brosandi út að eyrum í sundlauginni, það er ekki að sjá á þessari mynd að þú sért fötluð eða veik, hún sýnir lífsglaða litla stúlku.

   Fyrir þessar minningu er ég þakklát.  Ég er líka þakklát fyrir minninguna um erfiðleikana sem fylgdu þér, því það gerir það auðveldara að sætta sig við brottför þína.

 

Það er svo margt sem ég þarf ekki að reyna lengur með þér.

   Ég þarf ekki að sjá á eftir þér inn á sambýli.

   Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að farið verði illa með þig og þú misnotuð.

   Ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að þú veikist og verðir fatlaðri.

 

Bless ástin mín og þakka þér fyrir allt.  Ég kveð þig með tárum saknaðar og gleði.

 

--------------------------------------------------------------------------------------

 

Líf mitt og minnar dóttur hefði hún lifað vær óbærilega erfitt því gangan með kerfinu er jafnerfið nú og hún var fyrir 14 árum síðan.  Þau foreldri sem þurfa að berjast fyrir lífsgæðum barns síns og sjálfrar sín eiga samhyggð mína alla.

 

Læknavísindin lengja líf og bjarga þar sem áður var ekki hægt en það er ekki gert ráð fyrir hvernig þessi börn eiga að lifa þegar þau fullorðnast og foreldri orðin vanmáttug að annast þau allan sólarhringinn.  Það er líka sorglegt að sættast við að dauðinn sé líkn þegar um ungt barn er að ræða.  Ég vona svo sannarlega að úrbætur komi fljótlega, en ég er hrædd um að lítið hafi breyst á þeim 14 árum síðan dóttir mín dó.

 


mbl.is Lokað á langveika stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.4.2009 kl. 21:49

2 identicon

Mig langar bara að benda þér á að það eru nú líka góð ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að dætur sínar séu ekki misnotaðar í dag þó að þær séu ekki fatlaðar.  Bara vildi koma þessu á framfæri.

Katrín (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:01

3 identicon

Kv Til þín ÓLöf mín.

Þetta á alls ekki að þurfa vera svona .

Vonandi breytist þetta einn daginn

Tinnsla (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:10

4 identicon

Vildi bara segja að ég meinti þetta alls ekki illa.  Bara þetta hljómaði þannig að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að heilbrigðar dætur yrðu ekki misnotaðar.

Katrín aftur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Þakka þér fyrir ábendinguna Katrín, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að mæður heilbrigðra stúlkna hafa áhyggjur.  En þegar ég ritaði þessi orð var mikil umræða í þjóðfélaginu um ofbeldi gagnvart fötluðum einstaklingum, bæði mjög ungum og svo eldri, það gerði mig hrædda og vanmáttuga því það hefði komið að því að ég sjálf hefði ekki verið fær um að vernda barnið mitt.  Ég var eingöngu að skrá tilfinningar mínar gagnvart barninu mínu sem er látið án þess að hundsa eða vanvirða allar þær stúlkur og konur sem eru í heilbrigðum likama en þurfa að þola áþján kynferðislegs ofbeldis.  Einnig vil ég líka að það komi fram að aðeins lítill hluti fólks er gerandi, flestir eru vandir að virðingu sinni en innan um læðist úlfur í sauðagæru (kk, kvk) sem misbeitir margar einstaklinga.

Ólöf de Bont, 3.4.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég veit það Katrín mín, þekki sjálf of margar konur/karla sem hafa lent í höndunum á misyndisfólki

Ólöf de Bont, 3.4.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 4.4.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband