Brunaútsala

Nú er svo komið að selja þarf eignir til að standa undir skuldum.  Hvaða fyrirtækjaeigandi þekki þetta ekki sem hefur komist í hann krappan þegar þrengt hefur að í bankakerfinu? -

JÁH er andlitið á bak við Baugsveldið, sá sem tekur á sig öskrin og lætin en það eru mun fleiri sem hafa staðið á bak við hann í sama sukkinu.  Athafnamenn sem skríða meðfram veggjum líkt og Fagin í Oliver Twist, þeir nudda saman höndunum og syngja í kór "I will consider the situation" og hrifsa síðan stuldinn af smáþjófunum.

JÁH er þá að finna á eigin skinni í Megatölum hvað það er að missa allt sitt, en ég á samt von á að það sé til nóg hjá honum.  Ekki að mér sé persónulega illt við manninn enda þekki ég hann ekki og aldrei þefað af hans persónu.  Hann gæti verið hin ágætasta manneskja sem týndi sér í græðginni?

Það er ágætt að eiga Rolls-Royce Phantom á Íslandi en ég held honum sé ekki skemmt að fara rúntinn á honum.  Svona er þetta þegar menn festast í eigin neti.

Ég segi bara, blessi alla sem runnið hafa á rassinn.


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband