Að slá barn

Skrítið að barni skuli gert að víkja þegar fullorðin einstaklingur sem starfar við gæslu leikskólabarna fái að sitja í sínu starfi eftir að hafa ekki einu sinni heldur þrisvar verið uppvís að því að slá barnið utan undir.  Það er ekkert sem réttlætir að opinber starfsmaður lemji barn eða þann sem minnimáttar er, gleymum ekki að aldraðir og öryrkjar búa við ofbeldi af hálfu þeirra sem annast þá. 

Þolandinn víkji en gerandinn situr eftir, skrítin Ella það.  Á barnið eftir að sitja uppi með þá tilfinningu að það sé eitthvað að því þar sem það má lemja það og er síðan flutt til.  Ég held að leikskólayfirvöld verði aðeins að endurskoða þetta tilfelli og gefa ekki fordæmi um að í lagi sé að slá til barna séu þau erfið.


mbl.is Sló barn utan undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það fauk nett í mig við að lesa þessa frétt.

Ofbeldi getur ekki verið lausn við hegðunarvanda barna. Það er alltaf gild ástæða að baki þegar barn er erfitt og mikið fyrir sér.

Við eigum að eiga vel menntað fólk í leikskólunum og ég ætla rétt að vona að þetta sé algjört undantekingartilfelli.

Einar Örn Einarsson, 14.3.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Landi

Væri ekki í vafa að ég væri búinn að fá lögbann starfsmanninn og einnig búnn að kæra hana fyrir afglöp í starfi.

Landi, 14.3.2009 kl. 11:01

3 identicon

held að það sé nu í lægi að siða agalausa krakka upp það er ekki eins og fóreldrar þori því nuna til dags.   og það eina sem krakkar skilja er að siða þá soldið til. það er alveg vitagagnslaust að reina að tala krakka til sem fær allt í hendunar þegar það vill einhvað.  og ekki gleima því að flest allir krakkar vita ekki hvað afleiðing er.  Þetta er bara min skoðunn og reinsla  

Matthías (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:12

4 identicon

Þú hefur nú svolítið til þíns máls Matthías. Það er rétt að margir krakkar eru óforskammaðir og er það bara foreldrum að kenna, eða eins og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng ...það vorum ég og þú sem upp þau ólum.

Hins vegar réttlætir óþekkt eða slæmt uppeldi á krakka ekki ofbeldi á þeim. Það er líka einum of langt gengið í "verndinni" þegar ekki má taka í krakka (ekki lemja eða svoleiðis, bara grípa í þau ef þau ætla að hlaupa í burtu t.d.) eða segja þeim að hafa hljótt eða þegja þegar þau trufla kennslustund. Mér skilst að það sé einmitt staðan í dag. Kennarar mega ekkert segja eða gera en á sama tíma ætlumst við til að þeir ali upp krakkana fyrir okkur.

Við þurfum sjálf sem foreldrar að taka okkur á og aga okkar börn. Börn þurfa aga og þau vilja aga. Börn já og fólk almennt er eins og önnur dýr, þau leita að mörkunum, hversu langt get ég farið...

Byggjum upp betra samfélag með börnum sem eru stolt af sjálfum sér og bera virðingu hvert fyrir öðru.

Burkni (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:28

5 Smámynd: Ólöf de Bont

Uppeldið á að eiga sér stað heima.  Þar byrjar aginn. Það að lemja eða slá er ekki agi heldur ofbeldi.  Það er ekki leikskólanna að ala upp heldur að vera menntandi í námi og líka góðum siðum.  Börnin eru misjafnleg eins og fullorðnir, sum orkumeiri og frekari meðan hin eru hljóðlát.  Það er í lagi að taka í krakka til að færa hann til eða setja í krók en löðrungar skila engu nema niðurlægingu og reiði hjá krakkanum.

Vafalaust eru börn mörg agalaus nú í dag.  Kannski hafa foreldrar ekki tíma til að aga þau til því vinnutíminn er svo langur. 

Burkni, ég er sammála þér að við eigum að byggja upp samfélag þar sem börn eru stolt af sjálfum sér og bera virðingu fyrir hvort öðru.

Ólöf de Bont, 14.3.2009 kl. 11:54

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Agavandamál er því miður gegnum gangandi vandamál á Íslandi. Agi hefur orðið klámfenginn og mikið tabú. Ég er ekki að mæla því bót að börn séu slegin. Af neinum. En það er allt of mikið um það að börn fái að stjórna hlutum sem þau hafa ekki vit á. Bæði innan og utan heimilis.

Það er til agi með ástúð. Það er góð blanda að mínu viti.

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 14:33

7 identicon

Rut, þú sagðir það sem ég hugsaði eiginlega mun betur og í styttra máli. Það er allt of mikið um það að börn stjórni foreldrum og fleirum í kringum sig, það er ekki hollt fyrir börnin og alls ekki það sem þau vilja í raun.

Ólöf, þú nefnir vinnutímann sem afsökun fyrir agaleysi. Góður punktur, þess vegna eigum við einmitt að vinna að því að stytta vinnuvikuna. Taka af yfirvinnu og þjappa þannig fjölskyldunum betur saman. Börnin þurfa tíma með foreldrunum, við megum ekki vanmeta það.

Burkni (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband