Ofurlán

Lagstúfurinn Edelweiss, Edelweiss hljómar í eyrunum á mér. Áráttukenndur textinn breytist yfir í ofurlán, ofurlán.... en svona er þetta, þeir sem geyma aurinn lána sjálfum sér á litlum sem engum vöxtum og löngum afborgunartíma þ.e.a.s. ef það verður nokkurntímann greitt af þessu.

Afhverju í andskotanum var ekki brugðist við fyrr?  Ég segi það nú bara. Hver fréttin af fætur annarri um lánaveitingar eigenda til sjálfs síns.  Við erum ekki að tala um smáaur eins og 10 mkr íbúðarlán.  Neihei, þetta eru tugir milljarða sem hafa verið færðir í eitthvert skattaskjólið.

Verði þessu fólki að góðu.  Það getur örugglega setið að sumbli og sukki og glott út í annað þegar hugur þess reikar að lýðnum heima á Íslandi sem neyðist til að lifa við sult og seyru.  Ég andvarpa nú bara, svei mér þá.

Ég er fegin að ég dró mig í hlé frá fyrirtækjarekstri í lok árs 2002, ég var á góðri leið með að verða spilltur kellingarfjandi.


mbl.is Eigendur virðast hafa fengið há lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki segja mér að þetta gerist bara af sjálfu sér, að maður spillist við það eitt að vera í atvinnurekstri?

Villi Asgeirsson, 11.3.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Nei Villi, þetta er kaldhæðni - auðvitað eru það bara fáir sem eru stórtækir í að hliðra til sér til handa.  Ég bara kunni ekki almennilega þá leið, var of mikil hæna í það.

Ólöf de Bont, 11.3.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Betra að vera hæna en hrægammur. Þú kemst kannski ekki í vikulegt frí til Tívolíeyja, en getur kannski horfst í augu við sjálfa þig í speglinum á morgnanna.

Villi Asgeirsson, 11.3.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Nei, til Tívolíeyja kemst ég ekki en þoli alveg eigin spegilmynd og horfi í augu sjálfrar mín - hrægammar fljúgja en hænur ekki.

Ólöf de Bont, 11.3.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband