3.3.2009 | 10:19
Afsökun
Ásta er meiri kona fyrir að hafa beðist afsökunar á andvaraleysi og sofandahætti sínum á tímum bankahrunsins. Ég vona bara að þetta sé ekki leið til að ná sér í kosningaratkvæði! -
Bara það eitt að sjá eigin mistök, biðjast afsökunar á þeim og vilja gera betur næst sýnir kosti manneskjunnar. Það mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar.
Skil alveg erfiðleikana sem fylgja því að biðjast afsökunar. Flest okkar eru þrjóskir hrokagikkir og við þurfum knésettningu til að læra að yfirbót færir manni frið.
Koma svo, þið hinir sem hafið sofið, sýnt spillingu og ollið skaða - sjá að sér, biðjast afsökunar og reyna að gera betur næst.
Baðst afsökunar á mistökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er svo sem ýmislegt leggjandi á sig fyrir áframhaldandi veru í pólitík.
Vona að hún meini þetta Ólöf.
hilmar jónsson, 3.3.2009 kl. 10:25
jeg vona að það verði ekki s næst
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:09
Hún er í kosningaslag. Treysti þessu fólki ekki fyrir horn!
Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.