Einelti e. uppsögn

Ekki trúi ég að fólk hafi verið allsgáð þegar það ritar slíka rafræna tölvupósta til þeirra sem héldu vinnu sinni en þeir ekki.  Ég sá enga ástæðu til að kasta skít í mína fyrrverandi samstarfsmenn sem héldu sinni vinnu, held að ekkert þeirra hafi átt þátt í því að mér var sagt upp.  Að sjálfsögðu var ég ósátt við uppsögnina, hver ekki? En það þurfti að segja upp og ég var fyrst í röðinni vegna aldurs og kjaftsforugheita.

 Maðurinn minn er enn velkominn á sinn gamla vinnustað og eru enn hlýleg samskipti á milli hans og fyrrverandi samstarfsmanna.

En reiðin og vanmátturinn tekur okkur oft á skrítnar slóðir og í öllu uppnáminu glötum við rökrænnri hugsun og leyfum gamminum að ráða. 

Áreiti, reiði og hefndarhugur hittir aðeins mann sjálfan - það er mín reynsla forðum.


mbl.is Reiðin brýst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Ólöf... það er reyndar afar mikilvægt að fólk upplifi ekki atvinnuleysi sem endastöð - það er upphafið að einhverju nýju og tækifæri til að feta aðra slóða ...

Birgitta Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Birgitta, takk fyrir ummæli þín.  Loksins þegar ÆM henti mér út á kaldan klakann fór ég að gera e-h sem ég trassaði sem ung kona.  Hellti mér í nám og geri það sem mér þykir skemmtilegast að gera, mála, skrifa og syngja innra með mér.  Atvinnuleysi er engin endastöð fyrir konu á mínum aldri, en þetta getur verið ungu fólki með börn, húsnæðislán og aðrar skuldir ákaflega erfitt og ég óska engum að þurfa að læra af harðræðinu eins og ég "gamla" konan þurfti að gera - eða?

Ólöf de Bont, 25.2.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband