17.1.2009 | 18:38
Gremjulegt
"Ríkiskerfið greip því miður ekki....." Þvílík fásinna og vitleysa sem kemur út úr munni þessa manns sem varði bankakerfið og útrásarvíkingana, honum er ekki sjálfsrátt. "Þegar þetta skall á okkur hér í september af fullum þunga þá voru okkar fjármálastofnanir ekki undir það búnar ", kjaftæði og þvæla. Þeir sem reka fyrirtæki vita með löngum fyrirvara hvernig fjárhag fyrirtækisins er hagað, hvort það séu til peningar fyrir skuldunum, eða hvort það sé komið í þrot.
Geir og ríkiskerfið voru eins og hestur með hliðarleppa fyrir báðum augum, það var bara horft fram á veginn og hugsað um það eitt að góðæri væri og að því myndi aldrei ljúka? - Ég trúi að best sé að lifa í núinu en ég trúi líka á fyrirhyggju og varkárni, að maður skoði að kveldi dags hvar maður er staddur. Geir og ríkiskerfið seldu fáum útvöldum útrásarvíkingum bankakerfið okkar, það gekkst í ábyrgð fyrir loftköstulum. Það er ekki Geir sem blæðir, það er almenningur og hann mun hafa það skítt komandi ár. Sextán mánuðir þar sem fólk þarf að líða skort, getur gert útaf við heilan þjóðflokk, það þekkjum við af fréttum um þjóðflokka í fjarlægum löndum.
Geir talar nú eins og það sem hefur verið að gerast hafi komið honum og hans ríkiskerfi í opna skjöldu! - Maðurinn er forsætisráðherra og átti að líta eftir þjóðinni eins og gott foreldri, en hann kaus að lifa í vellystingum og svala öllum sínum löngunum og síns ríkiskerfis og skilja þjóðina eftir eina heima varnarlausa. Hér í "den tid" hefði barnið verið tekið af foreldrinu og komið fyrir á stofnun þar sem ábyrgðarmeira fólk kæmu því til hjálpar. Geir og hans ríkiskerfi ætti að skammast sín og iðrast gjörða sinna, bæta fyrir skaðann með því að draga sjálfa sig og þá sem hafa flutt aurana sína á Cayman til ábyrgðar og borga til baka.
Sá skaði sem nú hefur átt sér stað verður ekki lagaður á einni nóttu, ég er hrædd um að það taki lengri tíma en 2 ár að laga hlutina. Þegar 2010 veður komið þá eru margir komnir á hausinn, unga fólkið fluttir úr landi og þeir eldri og sjúku hafa verið rændir lífeyri sínum og verða að reiða sig á Guð og gaddinn.
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
já maðurinn er endanlega búinn að sanna það að hann er lágkúrulegur aumingi
Davíð S. Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.