17.1.2009 | 11:54
Fátækt og hungur
Það er vont til þess að hugsa að þjóðfélag sem er í 2ja klukkustunda flugfjarlægð frá okkur þurfi að líða hungur og fátækt. Að drykkja sé orðin svo mikið vandamál að fólk hreinlega geti ekki stundað vinnu, sinnt börnunum sínum og komið sér áfram. Ég les og heyri um vanmáttarlíferni grannþjóðar okkar og það er skömm að hugsa til þess að Danmörk sem "á" þessa þjóð skuli horfa til hliðar og aðeins taka en ekki gefa til baka.
Hvernig væri að við söfnuðum saman handa Grænlenskum börnum sem þurfa að lifa við sult og seyru ásamt drykkju og ólifnaði hinna fullorðnu.
Hefðu örlög okkar íslendinga orðið þau sömu hefðum við ekki losnað undan Danskri krúnu?
Fátækt og hungur á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér,ég hef einmitt velt fyrir mér hvernig stendur á því að þetta land gleymist.Það er mjög há sjálfsmorðstíðni þarna og drykkjan mjög mikið vandamál, og nú berst manni að Grænlensk börn svelti.Það er skammalegt að engin skuli líta til Grænlands og vilja því fólki betra. Ég vissi að Grænland væri mjög nálægt en vá bara 2 klukkustunda flugfjarlægð.Hvað er hægt að gera til að opna augu fólk fyrir þessu gleymda landi ?
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:03
Sæl Katrín,
Það er svo erfitt að líta á það sem er manni næst. Við erum mjög fjarsýn þjóð og kjósum að hjálpa þeim sem fjarri okkur eru. Hvernig væri líka að við færum að hjálpa hvert öðru hér heima, styðja þá sem eiga erfitt og huga að þeim börnum sem þurfa að líða heimavið vegna vanmáttar foreldra sinna.
Ólöf de Bont, 17.1.2009 kl. 12:29
Saga okkar fyrir ekki svo löngu síðan. Þetta er til skammar. Svona gerist þegar þjóðir eru rændar mennungu sinni og hefðum. Vita ekki lengur hverjir þeir eru.
Rut Sumarliðadóttir, 17.1.2009 kl. 13:22
Okkur væri nær að senda lopapeysur til Grænlands.....þetta er sorgleg staða...
Vilborg Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.