7.1.2009 | 13:42
Hundþreytt
Ég er orðin hundþreytt (skil ekki þetta máltæki, en nota það samt) á nánast öllu. Skammdeginu, þjóðfélagsmálunum, kreppunni, nuddaranum, heimilislækninum, sjálfri mér og sjálfri mér.
Það vantar einhvern neista sem myndi kveikja á rakettunni í bústna rassinum mínum og skjóta mér upp í himinhæðir, en ég held ég komist ekki þangað fyrr en ég er orðin dauð og það langar mig ekki til alveg strax. Ég vona nefninlega að ég fái fítonskraft á næstu dögum og dansi inní vorið á hálum skóm, afhverju hálum skóm? Jú, mig langar í snjóinn, í frostið, í hinn almennilega íslenska vetur þar sem rok og næðingur taka völdin og lita vanga manns rauða.
Ég þoli ekki lognmollu en er orðin of gömul til að standa klútaklædd á Austurvelli með eggjabakka í höndunum. Hef ekki áhuga á því að lenda í ástríðufullum átökum við unga og stælta lögreglumenn sem nota núna frekar Mace heldur en heit faðmlög eins og tíðkaðist í gamla daga þegar maður var snarbrjálaður í samfloti við Bakkus. Samt innst inni væri ég alveg til í að tuskast, en ég held að það væri farið varlega að mér þar sem ég er nú orðin hálfsextug og ekki eins kattliðug með sparkið og fyrir þrjátíu árum síðan.
Mér leiðist svona og er ósátt afþví ég er að vinna í því að gera minn bústna botn rýrari og magann minni svo ég geti íklæðst stuttum bol og sýnt minn fína breiða mjaðmakamb. Hata það að fá ekki að borða hvað sem er og gæti þess vegna lamið alla í kringum mig.... æ, æ, aumingja ég.
Held ég sé í jólafráhvörfum.
Athugasemdir
Velkomin í klúbbinn gamal mín.
Rut Sumarliðadóttir, 7.1.2009 kl. 15:18
annars er ég þreytt á hundinum mínum sem er ekki enn búinn að skilja þetta með piss og kúk=út. Ætli það sé ekki að vera hundþreytt?
Rut Sumarliðadóttir, 7.1.2009 kl. 15:19
Helvítis fokking fokk er þetta. ;-) Bara hrista bossann og bægslast áfram! Gleðilegt ár!
Vilborg Traustadóttir, 7.1.2009 kl. 22:25
Hæ hæ, gaman að hiita þig hér. Já Ólöf mín, það eru nú mörg aukakíló hérnamegin síðan í þá gömlu góðu daga. Gleðilegt ár! og þakka þér fyrir allt gamalt og gott.
Kv.
Elín.
Elín Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.