Offita

Nú mega foreldrar fara að skammast sín.  Rannsóknir sýna að valdajafnvægi á heimilum hafi raskast og að litla fólkið sé farið að ráða ríkjum.  Foreldrar lifa í afneitun og þeir tekjuminni stinga höfðinu í sandinn.  Ég veit ekki betur en að ég hafi séð fleiri feita ríka karla en tekjuminni vörubílstjóra! - Er Siggi í Kaupþing ekki fjallmyndarlegur með bollulega vanga? - Hinn forstjórinn er hinsvegar eitt mjótt strá, þannig að hann hefur verið rétt upp alinnFootinMouth - Snorri mótmælavörubílstjóri er grannur enda þénar hann voða lítið.  Fita er í dag söluvara hvort heldur það sé í stórmörkuðum eða á líkamsræktarstöðvum þar sem einungis þeir tekjumeiri geta hreyft sig í takt við aðra milla. 

Ég er lágvaxin bolla en það er ekki látinni móður minni að kenna né heldur litlum tekjum þegar ég var barn.  Maturinn þá var hreinlega einfaldur og útivera mikil.  Mæður heima og feður sem sváfu á bekk í hádegishléinu í korter.... og svo nenni ég ekki hlaupum á bretti til að grenna mig.  Það voru aurarnir sem fituðu mig og öll unna matvaran, tímaleysið og sjónvarpið.

Ég þekki bústin börn vel efnaðra foreldra og grönn börn tekjulitlra foreldra.  Í mínum eyrum (augum) er svona fréttaflutningur alger þvæla - en ef hún er ekki þvæla og á sér einhverja stoð, Guð varðveiti þá yngri kynslóðina á komandi ári í tekjuminna landi, því nú munu öll börn verða akfeit og óalandi heimafyrir.  Heil sé þér litla manneskja sem öllu ræður á þínu heimili.


mbl.is Óöryggi foreldra stuðlar að offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki flókið, er ekki mál til komið að mæður verði bara heima og sjái um heymilið og bóndann.

gg (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Ólöf de Bont

GG, ég veit ekki hver þú ert... en á kannski bóndinn ekki líka að sjá um börnin og að þau verði ekki hreyfingarleysi og offitu að bráð.  Heimurinn var líka í lífsháska meðan konur voru heima og önnuðust börn og bú, svo ég sé ekki að það ætti að breyta heiminum til batnaðar að konur verði aftur bundnar við eldhúsvaskinn.

Ólöf de Bont, 2.1.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þetta er mál sem vert er að opna uppá gátt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég er sammála þér Sesselja að þetta sé málefni sem vert er að opna upp á gátt.  En mér finnst að ekki eigi að vega eingöngu að fátækum og konum.  Við lifum í heimi þar sem græðgin er á fullu og keppst við að selja sem mest.  Talað hefur verið um að efnum sé bætt út í unnin matvæli sem kalla á meira. 

Heimurinn var svo sem ekkert betri fyrir 50 árum þegar ég var ungt barn, það var bara svo lítið til og það þurfti manneskjuna til að sjá fyrir heimilinu þ.e. elda, vaska upp, þvo þvott og hafa hemil á börnunum.  Nú kaupum við þessa umönnun og konur og menn neyðast til að eyða enn lengri tíma fjarri heimilinu en var í gamla daga ef ég má skilja rannsóknir réttilega.

Ólöf de Bont, 3.1.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ágæta Ólöf, ég kann ekki við að misnota athugasemdakerfið hjá henni Jenny, þeirri góðu konu, til að rabba við þig. Svo ég leyfi mér að stinga mér hér inn hjá þér til að spjalla.

Á blogginu hennar Jennyar talaðir þú um hálfsextugt þýddi þrítugt. Í orðabók Menningarsjóðs er ágæt skýring á þessu, en þar stendur (á bls. 219 í 7. prentun frá 1980, sem ég hef undir höndum): "Um aldur: hálffimmtugur 45 ára, hálfþrítugur 25 ára;..."

Maður sem er orðinn 40 ára er kominn á fimmtugsaldur. Hann er að byrja það skeið. Þegar hann er orðinn 45 ára þá er hann hálfnaður með fimmtugsaldur og er því hálffimmtugur.

Fyrirgefðu inntroðsluna á síðuna hjá þér, en mátti til að vekja athygli þína á þessari málvenju.

Viðar Eggertsson, 3.1.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Kæri Viðar Ég er aldrei of gömul til að læra.  Er að bæta úr því núna á tímum atvinnuleysis að betrumbæta kunnáttu mína með því að mennta mig.  Viðurkenni vankunnáttu mína á íslenskri tungu.  Sumt ber maður með sér að heiman og má þá tala um staðbundna mállýsku, sem að vísu er nánast ekki til á Íslandi, en þótt ég tali og skrifi ágæta íslensku þá geri ég villur og er langt frá því að hafa það vald á tungunni sem mig langaði til. 

Ólöf de Bont, 3.1.2009 kl. 10:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til að troða mér hér inn, eins og Viðar, en eigi til að tala um Íslenskukunnáttu
þína, nema ef væri til að tala um að staðháttar mállýska er til.

En að blogginu, frábært hjá þér og er ég sammála þér hef eigi heyrt annað eins rugl.
Ég var alin upp í vellystingum, en fékk eigi að ráða hvað ég borðaði, það voru og eru bara allir í bolluholdum í minni fjölskyldu.
Takk fyrir mig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2009 kl. 10:57

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er alltaf jafn íturvaxin og hana nú!

Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 11:24

9 Smámynd: Ólöf de Bont

Takk Guðrún.  Við tölum þá íslensku sem töluð er heimafyrir og í okkar nánasta umhverfi.  Síðan tekur skólakerfið við og elur okkur upp misjafnlega vel, hvort heldur sé málfarslega eða átlega séð.  Sjálfri þykir mér ólík blanda skemmtileg og dásamlegt að vera uppfrædd um hvað sé rétt málfarslega. 

Ég veit ekki hversvegna ég fór að hlaða á mig holdi hálffertug (Viðar 35 ára ) nema ef ske kynni að ég hætti að reykja þá og hef etið síðan í stórum skömmtum, ekki er um að kenna lötum skjaldkirtli (sem er orðinn latur núna) eða....!!! - ég borða stórt og í miklu magni.  Núna er ég að reyna að skafa af mér holdið, en ég held ég reyni að lifa ánægjulegu lífi, munaðarlegu lífi og jákvæðulífi án öfga. 

Rut, þú hefur aldrei verið íturvaxin (Rubens) heldur grönn, flott og freknótt - en ég hef ekki séð þig í 20 ár.

Ólöf de Bont, 3.1.2009 kl. 12:59

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

segi eins og ég sagði við gamlan skólabróður minn.: "Einu sinni var ég ung og falleg en núna er ég bara falleg"

Nei, lítið skyld Rubenskum konum og hef safnað mun fleiri freknum.

Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 13:06

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut ratast rétt orð á munn eins og ævilega, við erum fallegar.
Ég hætti einnig að reykja og sallaði heldur betur á mig eftir það, en vonandi tekst mér að ráða við þetta eftir áramótin.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2009 kl. 16:11

12 identicon

Ólöf, þú talar um að fréttin sé þvæla, en það jaðrar nú við að bloggfærslan þín sé það líka að vissu leyti.  Það er ýmislegt sem hefur áhrif á holdafar fólks, t.d. GEN, efnaskipti o.fl.  Sumir eru alltaf þybbnari en aðrir, en geta þrátt fyrir það hreyft sig heilmikið.  Auðvitað stafar offita líka af hreyfingarleysi og óhollu mataræði, en það er mikil einföldun að segja að það séu einu áhrifavaldarnir.

Fréttin er hins vegar rétt að því leyti að heilsuvara ER dýrari en óhollusta, og tekjuminna fólk hefur því síður efni á henni.  Ég hef t.d. nokkrum sinnum verslað í s.k. heilsubúðum hér en er snarhætt því, hef ekki efni á því.  Hins vegar er munur á því að kaupa ekki það allra hollasta og að borða allar máltíðir á skyndibitastöðum, en erlendis er það einmitt oft ódýrasti kosturinn, þ.e. ódýrara en að elda heima.

BaraÉg (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 01:38

13 Smámynd: Ólöf de Bont

Kæra BaraÉg, ég held þú misskiljir færslu mína.  Ég var að tala um að fréttaflutningurinn væri þvæla þar sem kemur fram að fátækir, verr menntaðir, atvinnulausir foreldrar hefðu neikvæð áhrif á holdafar barna sinna.  Að það væri félagsstaðan og menntastuðulinn sem hefði áhrif á holdafar barna sinna.

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á holdafar fólks sbr. gen, efnaskiptum o.fl.  það eru almenn vísindi.  Í minni föðurætt eru konur mjaðmabreiðar og verða holdugar eftir því sem þær eldast, í móðurættinni liggja lágvaxin grönn gen ásamt ljósu hári og bláum augum.  Ég fékk gen föðurættarinnar í arf ásamt rauðu hári og brúnum augum.  Ég fékk latan skjaldkirtil í arf frá móðurætt minni, en því miður hafa lyf sem hraða efnaskiptunum ekki breytt holdafari mínu í þá veru að ég grennist eitthvað að ráði, ég er feit því ég borða of stóra skammta.

Ég var grænmetisæta til nokkurra ára og var þvengmjó enda reykti ég á því heilsutímabili eins og strompur.  Ég bjó líka erlendis til margra ára og í því landi var heimalagaður kvöldmátíð heilög athöfn og fólk fór á matsölustaði ca. 2x í viku.

Það var mjög í tísku að kaupa "biologiska" matvöru og voru skrælnaðir ávextir hafir til sölu.  Verðið í þeim búðum var helmingi hærra en í ódýrari matarbúðum.  Það var aðeins á færi útvaldra að halda sig við heilsufæðið eða að fara á matsölustaði þar sem eingöngu voru seldar svokallaðar heilsumáltíðir.

Kæra BaraÉg - endilega fræddu mig um óþvælda leið að betra lífi, ég yrði þakklát fyrir slíka uppfræðslu.

Ólöf de Bont, 4.1.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband