Innri endurskoðun

Eða innhverf íhugun.  Ég býst við að það sé erfitt fyrir fólk með einhverja siðgæðisvitund að sitja á endurskoðunarstól og vera sífell með hjartað í buxunum.  Ég vil taka fram að ég er ekki að deila á persónu Brynjólfs Helgasonar þar sem ég þekki hann ekki af eigin raun.  Samt er sú vissa innra með mér að ýmislegt óhreint sé í pokahorninu og að ýmislegt sé búið að tæta í burtu af þekkingu/upplýsingum um það sem hefur verið að gerast í bankanum sl. ár. 

Ég á erfitt með að trúa að við hinir almennu borgarar komist nokkurn tímann að hinu sanna í málinu.  Mér skilst að sumir fyrrverandi stjórnmálamenn sem sitja sem fastast í gráa steinkumbaldinum búi yfir upplýsingum um ýmsa háttvirta menn og konur sem gætu orðið þeim að falli og þess vegna þegir það fólk.  En hvað veit ég, ég les fréttamiðla og finn á eigin skinni þær breytingar sem eru að gerast í okkar þjóðfélagi.


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er alveg ólíðandi hvernig stjórnvöld haga ser. Spillingin er alger! Grímulaus!

Vilborg Traustadóttir, 21.12.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband