20.12.2008 | 14:01
Kemst ekki inn
Ég ætla mér næsta haust að sækja um í HÍ. Ég missti atvinnunina í samdrætti í vor og ákvað að klára það sem ég ætti eftir af stúdentinum (það er búið að fella niður aldursundanþágu) og halda síðan áfram svo ég ætti auðveldara með að fá vinnu. Ég er ekki tilbúin til þess að leggjast í kör og gera ekki neitt, þannig verð ég bara baggi á þjóðfélaginu sem núna er að skera niður hjá láglaunafólki, öryrkjum og öldruðum.
Það þarf að skera niður svo að ríkið geti haldið áfram störfum þ.e. að ráðamenn geti haldið áfram að borga sér fín laun. Það þarf líka að fría hina nýríku sem hafa komið þjóðinni á hausinn (mér er sama þótt það sé heimskreppa) og komið peningum sínum fyrir í skattaparadísum. Vafalaust er þetta eina leiðin í dag skv. ríkisstjórninni, þau sem stjórna henni eiga svo bágt greyin.
Á öll þjóðin að fara á kúpuna. Þarf hér að rísa braggakerfi að nýju - við getum svo sem notað hálfkláruðu húsin hér og hengt lök fyrir hurðar og horft upp í steinullina, það þekki ég frá fyrri tímum og eru ekki nema 14 ár síðan sá kafli var í lífi mínu og ég þurfti að berjast fyrir lífsgæðum dóttur minnar sem var fjölfötluð, langveik og ekkert beið hennar nema dauðinn í hálfkláruðu húsi.... Kannski þessvegna get ég fundið til með Þorgerði Katrínu þegar ég les á forsíðu DV að hennar dóttir 4ja ára gömul hafi greinst með æxli í heila, því veikindi fara ekki í manngreinaálit. Ingibjörg Sólrún á líka samhyggð mína vegna þeirra veikinda sem hún hefur gengið í gegnum. En ekkert af þessu afsakar hvernig ríkisstjórnin hefur ráðskast með þjóð sína, að hún hafi í blindum hroka leyft nokkrum mönnum að komast upp með að gera þjóðina gjaldþrota. Forseti okkar hefur hampað þessum mönnum og flogið með þeim í einkaþotum víða um heim. Skammarlegt og á ekki að viðgangast í þróuðu landi þar sem fólk er menntað upp úr skónum.
Ég tala nokkur tungumál og þrátt fyrir að vera komin yfir fimmtugt þá þori ég alveg að söðla um, selja mitt (ef hægt er) og byrja nýtt líf í öðru landi. Ég gæti jafnvel komist inn í skóla á erlendri grundu, veit um nokkra á mínum aldri sem hafa gert það.
Ekki hægt að taka inn nýnema | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér en það er samt einn smá vandi. Það selst ekkert í dag og fólk á því í miklum vandræðum með að komast yfir lausafé til að byrja annarsstaðar.
Hinki, 20.12.2008 kl. 14:23
Ég veit Hinki. Allt er óseljanlegt í einhvern tíma. Nú er bara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, lifa í núinu og reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur. En ég get talað, kona sem hef ekki fyrir börnum að sjá. En skamm á ríkisstjórnina, það hefur aldrei verið verri á Íslandi nema ef vera skyldi þegar við vorum undir Danahatti rétt upp úr 1370
Ólöf de Bont, 20.12.2008 kl. 14:47
Sammála, sjái ég tækifæri annars staðar en hér þá er ég farin af skerinu. Hef gert það áður og get það aftur. Veit meira að segja af sumarhúsi í Danmörku sem hægt er að búa í allt árið og það stendur laust....
Rut Sumarliðadóttir, 21.12.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.