Bílvelta

Þar sem ég er alin upp í Ólafsvík og á bræður á Hellisandi og ættingja í Ólafsvík þá bregður manni alltaf við svona fréttir.  Glöð að meiðsl voru ekki alvarleg.  Í mínu minni var vegurinn undir Enninu hræðilegur en þó ekki eins og Búlandshöfðinn, en báðir vegirnir hafa verið færðir og stórbatnað.
mbl.is Bílvelta undir Ólafsvíkurenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

hæ ólöf - ég átti móðurætt á sandi og kannast við ennisveginn ægilega. hann var meira að segja hræðilegur á miðju sumri. mér var sagt í æsku, að þar sem móbergshellan kemur úr berginu við gamla veginn hafi átt heima tröllkona. hún réð því að allir voru þægir leiðina vestur því allir vildu jú komast á áfangastað. kv d

doddý, 16.12.2008 kl. 02:28

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Sæl Doddý, Það voru hræðileg tröll í Enninu enda þorði maður aldrei að labba fyrir Ennið í æsku.

Ólöf de Bont, 16.12.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: doddý

hæ ólöf

mitt fólk bjó á gilbakka, hvar er þitt? kv d

doddý, 16.12.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Við bjuggum fyrst á Ólafsbraut, síðan í Móabæ, svo í Ásgarði og síðast í Vallholti 7.  Móðir kölluð Eyja, fósturfaðir Gunnar, systkini Palli, Helga, Óskar (látinn) Sæþór og Siggi.  Ég yfirgaf Ólafsvík 1970

Ólöf de Bont, 16.12.2008 kl. 20:35

5 identicon

það var bróðir minn og vinur hanns sem björguðu þessum stelpum sem voru í bílnum og ef þær hefðu tekið eftir þeim 1 sekúndu seinna þá væri bróðir minn dáinn og hann skreið inní bílinn og dró þær út hann er allur út í skurðum á bakin eftir glerbrotin sem voru í bílnum

Dagný (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband