15.12.2008 | 22:45
Bílvelta
Þar sem ég er alin upp í Ólafsvík og á bræður á Hellisandi og ættingja í Ólafsvík þá bregður manni alltaf við svona fréttir. Glöð að meiðsl voru ekki alvarleg. Í mínu minni var vegurinn undir Enninu hræðilegur en þó ekki eins og Búlandshöfðinn, en báðir vegirnir hafa verið færðir og stórbatnað.
Bílvelta undir Ólafsvíkurenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hæ ólöf - ég átti móðurætt á sandi og kannast við ennisveginn ægilega. hann var meira að segja hræðilegur á miðju sumri. mér var sagt í æsku, að þar sem móbergshellan kemur úr berginu við gamla veginn hafi átt heima tröllkona. hún réð því að allir voru þægir leiðina vestur því allir vildu jú komast á áfangastað. kv d
doddý, 16.12.2008 kl. 02:28
Sæl Doddý, Það voru hræðileg tröll í Enninu enda þorði maður aldrei að labba fyrir Ennið í æsku.
Ólöf de Bont, 16.12.2008 kl. 10:30
hæ ólöf
mitt fólk bjó á gilbakka, hvar er þitt? kv d
doddý, 16.12.2008 kl. 20:09
Við bjuggum fyrst á Ólafsbraut, síðan í Móabæ, svo í Ásgarði og síðast í Vallholti 7. Móðir kölluð Eyja, fósturfaðir Gunnar, systkini Palli, Helga, Óskar (látinn) Sæþór og Siggi. Ég yfirgaf Ólafsvík 1970
Ólöf de Bont, 16.12.2008 kl. 20:35
það var bróðir minn og vinur hanns sem björguðu þessum stelpum sem voru í bílnum og ef þær hefðu tekið eftir þeim 1 sekúndu seinna þá væri bróðir minn dáinn og hann skreið inní bílinn og dró þær út hann er allur út í skurðum á bakin eftir glerbrotin sem voru í bílnum
Dagný (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.