Kyrrðarstund

Ég hef ætíð verið hrifin af kyrrð í bland við kröftug mótmæli.  Hörður er flottur, en það eru að koma jól og þá má ekki mótmæla.  Sússi gæti vaknað.
mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tja, mundi ekki Jesús Jósefsson mótmæla bara líka?

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Hann er alltaf á staðnum Björgvin, eða svo var mér sagt í barnaskóla.

Ólöf de Bont, 12.12.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvernig mótmælti Ésu?

Hann rústaði pleisið. 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Hann safnaði að sé lýð og lét boð út ganga.  Hann kunni að margfalda og metta, og ég held að hann kunni alveg að meta "joke" um sjálfan sig.  Hann er mýta sem maður kýs að trúa á eða ekki ... siðfræðin að mörgu í frumkristni var góð.  Svo kom Ágústínus og eyðilagði allt fyrir okkur konum.  Meir veit ég ekki að svo stöddu.

Ólöf de Bont, 12.12.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ef við höldum áfram á þessum nótum, Ólöf, þá er vert að kíkja á Palla post, sem tekur af öll tvímæli um stöðu kvenna í 11. kafla fyrra Korintubréfs.

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hehe og af því að við erum að tala um að mótmæla krepputökum ríkisstjórnarinnar er einnig ráð að skoða 13. kapítula Rómverjabréfsins, þar sem almúginn er varaður við að hlýða ekki valdastéttunum.

Björgvin R. Leifsson, 12.12.2008 kl. 23:34

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jésús Jósefsson var mikill sósíalisti, ef marka má guðsjöllin, sennilega byltingarsinnaður.

En okkur var víst sagt frekar lítið um það í skólanum okkar í gamla daga, Ólöf.

Jóhannes Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Ólöf de Bont

Björgvin, þú bara getur ekki ætlast til að ég í dag í öllum látum við að fagna fæðingu sjálfrar mín drekki mér í Bíblíulestur, en ég mun svo sannarlega gera það á morgun og þigg öll "tips" úr bókinni stóru.´

Jóhannes, ég held og hef alltaf haldið því sem þú heldur fram.  Í skólanum í gamla daga var bara teiknað upp á töflu í kristinfræði tímum hvernig hjartað fylltist af svörtum doppum í hvert skipti sem við vorum vond eða hugsuðum vondar hugsanir.  Bæling og andhverfa kærleikans strax virkjuð við skólagöngu, er það furða að við mótmælum með klútum, úps, ég ætlaði ekki að ræða klúta meira.

Ólöf de Bont, 13.12.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband