Gjaldahækkun

Héldum við virkilega að Jón eða Gunna slyppu við að taka á sig sukkið og svínaríð sem útrásarvíkingar og stjórnvöld hafa staðið að síðustu ár.  Eignaskattur hlýtur að vera lagður á aftur svo hægt sé að fá enn meir út úr almúganum, sem eins og Skarfur benti mér á er nánast eigna- og atvinnulaus. Ég hef víst sofið að feigðarósi síðustu tíma góðæris og veit ekki hvaða skattar eru lagðir á þjóðina núna. 

Verst að maður fitnar af hafragrautnum og mörinni sem maður er farin að éta núna.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ljótar fréttir með þessar skattahækkanir, öllu velt yfir á almenning sem er ýmist atvinnulaus eða með minnkandi tekjur og auknar skuldir aldeilis flott hjá þeim. En þú fylgist ekki alveg nógu vel með því eignaskattur var lagður niður í fyrra.

Skarfurinn, 11.12.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Þarna sérðu Skarfur, ég var bara í sukkinu með hinum öðrum og fylgdist ekkert með.  Hætti að vera rauðsokka og lét karlinn um fjármálin og uppskar... en ætli þeir komi eignaskattinum ekki bara aftur á, mér þykir það líklegt. 

Ólöf de Bont, 11.12.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband