5.12.2008 | 12:48
Stress
Sú gamla ætlar að þreyta próf á mánudag og þriðjudag. Tvö á mánudag og eitt á þriðjudag. Hver haldið þið að hafi elt þá gömlu uppi? Jú! Prófkvíðinn, svo andstyggilegur að ég er með útblásinn kvið og einhverjar rokur úr afturendanum. Þessu linnir víst aldrei, virðist ekki skipta máli að maður er búin að viða að sér heilmiklar reynslur úr lífinu. Komist ágætlega áfram og í góðum málum þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu.
En ég er hugrökk, annað er ekki hægt að segja því sá sem er hugrakkur gengur á vit óttans og tekst á við hann. Hinir sem aldrei finna fyrir hræðslu eða kvíða búa ekki yfir hugrekki því þeir þurfa ekki að takast á við þessa púka ...... en ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.
Sumir spyrja afhverju ég sé að nenna þessu (menntaskólanáminu) kominn á minn aldur og hver tilgangurinn sé að fara í háskólanám og útskrifast nær sextugu. Jah! - ætli það sé ekki afþví ég held að ég sé ætíð ung og að líf mitt stöðvist aldrei, að það séu óteljandi tækifæri fyrir mig þarna úti.
Ég er atvinnulaus og veit ekki hvenær ég fæ vinnu. Ég nenni ekki að sitja heima og gera ekki neitt og því ætla ég að fara þessa námsleið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.