4.12.2008 | 11:08
Sá leyndardómsfulli
Ég er öruggleg ásamt mörgum öðrum ekki í stakk búin til þess að finna lausn á þeim vanda sem nú steðjar að þjóðinni af völdum efnahagshamfara. Ég skil voða lítið hvað það var sem kom hruninu af stað. Hvort það voru hinir nýríku sem keyptu upp fjölmiðlana eða hinn leyndardómsfulli sem sem situr í stóra svarta kubbaldanum sem geymir peninga þjóðarinnar.
Það er eitthvað í mér sem segir að við séum sú þjóð að láta ekki kúga okkur. Við neitum að vera leidd til slátrunar án þess að sporna við og okkur er það fyrirmunað að lúta einræðisstjórn. Eða hef ég lifað í blekkingu?
Ég hef oft horft upp hvert ógurfrekja leiðir fólk og hvernig skapofsamanneskjurnar klífa hvern metorðastigann á fætur öðrum. Fyrir neðan stigann eru þeir sem hafa ekki skap til að sporna á móti frekjunni og láta það átyllislaust að hinn freki rífi allt og tætir á leið sinni upp. Skildi okkar góða og rómaða stjórn sitja í kassanum og leyfa frekasta krakkanum að ata sig út á kattarskitnum sandi?
Ég held að við séum nýríkt (núna nýfátæk að verða) vanþróað land og værum við ekki stödd í miðju Atlandshafi á milli Evrópu og BNA og hefðum yfir vopnum að ráða, skipti ekki máli að það væri sverð, spjót og loftbyssa að við værum stödd í miðju uppreisnar þar sem ekki bara eggjum og tómötum væri kasta heldur væri gripið til morðtóla. Það er svo hárfín línan sem skilur á milli okkar og fátæku landanna sem rísa upp og grípa til vopna.
Hvert stefnir ef hvert heimilið á fætur öðru fer á hausinn? Hvað er það sem gerir það að verkum að ungt vel menntað fólk vill setjast hér að og eyða ævinni fast í skuldarfeni og hlekkjað við verðtryggingargrýluna? Hvað gera ríkisstjórnin, bankarnir og lífeyrissjóðirnir ef fólk tekur upp á því í hundraðavís að skila lyklunum til bankans og hætta að borga af lánunum? Ég er viss um að þá komi babb í bátinn og að stjórnvöld átti sig á því að fyrr hefði átt að grípa í taumana.
Ég er hrygg yfir stöðu mála í dag og það sem hryggir mig mest er leyndin sem menn bera fyrir sig.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
OMG honum er ekki viðbjargandi manninum. Hann er arfavitlaus. Ætli það sé fari að fækka í halelújakórnum? Eflaust ekki þetta eru eins og trúarbrögð....
Ég er sko hrygg líka fyrir okkar allra hönd ekki síst barna og barnabarna sem erfa þennan ósóma langt fram í kynslóðirnar.
Rut Sumarliðadóttir, 4.12.2008 kl. 11:24
Það er mikið að fyrst maðurinn segir ekki af sér orðalaust!
Vilborg Traustadóttir, 4.12.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.