22.8.2010 | 21:22
Stundum er hættulegasta lygin þögnnin
Ég kann vel að meta það sem Svavar tjáir sig um. Máltækið þögn er gulls ígildi er ætíð í gildi og það er svo sannarlega rétt að viturt og kærleiksríkt fólk kann að orða hugsanir sínar og það kann líka að þegja þegar við á. En þegar þögnin tekur á sig grímu níðingsverka þá er hún orðin að lygi sem breiðist hratt út eins og smitsjúkdómur. Við lítum undan og þegjum þegar við sjáum að það er verið að níðast á þeim sem eru ómálga og minna mega sín. Ég er viss um að það eru fleiri prestlærðir sem hafa þennan gullmola í brjósti sér að vita hvenær er rétt að þegja og hvenær það er rétt að stíga fram og verja þann sem níðst er á.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.