Þöggun

Ég hef ekki mikið álit á þeirri stofnun sem Þjóðkirkjan er þ.e. þeirri yfirstjórn sem þar situr og lúrir á valdi sínu.  Það að Lútherks þjóðkirkja skuli hylma yfir brotum sem kirkjunnar menn frema á skjólstæðingum sínum ungum sem öldnum er mér áfall en kemur mér ekki í opna skjöldu.  Vald, vald, vald... hver vill ekki vald, hverjum rís ekki hold við það að vera valdamikill og getað í skjóli þeim varnavegg sem kirkjan veitir þeim svalað valdafýsn sinni hvenær og hvar sem er? Ég er ekki það blind að ætla að hin Lútherska kirkja sé eitthvað hreinlyndari en sú kaþólska eða þá að anabaptískar kirkjur stundi heldur ekki sínar orgíur, hvort heldur sé í laumi þar sem sá stóri heldur á þeim litla í lúku sinni eða þá þegar hinn þagnbundni hópur presta verja starfsbræður og systur þegar þeir níðast kynferðislega eða á annan máta á þeim sem ekki geta varið sig.

Ég ætla ekkert að dæma Ólaf Skúlason, ég var ekki viðstödd, en ég ætla að trúa því sem dóttir hans kemur með fram að níð hafi átt sér stað af hans hálfu, bæði gagnvart henni og svo öðrum konum þar sem aðeins fáeinar þorðu að koma fram og lýsa því broti sem framið var af þeim.

Er ég að skilja það rétt að hr. biskup Karl Sigurbjörnsson sé með orðum sínum að afsaka þá níðinga sem felast innan prestastéttarinnar.  Hefur biskupinn enga samhyggð með þeim sem hefur mátt þola mannorðsmorð í kjölfar þess að upplýsa um það brot sem þeir hafa mátt þola.  Er ég að skilja það rétt að sr. Geir meti þagnareiðinn það mikið að hann kveðji manneskju sem játað hefur brot sitt gegn misnotkun á barni, fer út frá prestinum til þess eins að halda áfram á sömu braut vitandi að hann geti alltaf leitað á náðir prestsins og fengið fyrirgefningu synda sinna þar sem presturinn hefur þegið það vald frá Guði að veita aflausn..

Er sá sem hylmir yfir sekur að slíku sjálfur? - Er hann/hún níðingur?

Ég er guðfræðinemi sem er utan þjóðkirkju vegna þess að valdamiklar stofnanir hræða mig, ég trúi samt á að kærleikinn og hrein lund verði óþverranum yfirsterkari.  Guð vinnur í gegnum fólk en það stendur hvergi í Bíblíunni að kirkjunnar menn eigi að taka þátt í að níðast á öðrum og þá sérstaklega ekki á börnum og konum.  Kirkjunnar menn eiga að slá skjaldborg utan um hreinleikann (hver svo sem hann er) og verja þá sem verða fyrir árás valdafíkinna manna.

Ég hugga mig við að það séu bara fáeinir sem misnota, því ég þekki til margra góðra presta sem vinna undursamlega góð verk.  En það er einhver maðkur í mysunni á Biskupsstofu og hjá yfirstétt prestanna.

Sr. Karl, sýndu þá auðmýkt að hugga fórnarlömbin í stað þess að tjalda þagnarmúr utan um þá sem fremja níð, sýndu að þú sért Guði þínum þóknanlegur, það sama segi ég við Geir Waage.


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband