7.8.2010 | 13:31
Sjálfum sér sannur
Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til þegar borgarstjórinn mun sýna nýju fötin sín, þá mun hann virkilega koma til dyranna eins og hann er klæddur og sjá fólkið mun sjá að hann hefur ekkert að fela. Hann er reisulegur maður og leikur hlutverk sitt af innlifun samkv. þeim loforðum sem hann gaf við upphaf kosningabaráttu hans.
Við erum öll sérsatök en mörg okkar pukrast í laumi með það sem við höldum að hneyksli aðra. Ég lofa mig sæla að ég muni nú geta komið fram og játað opinberlega í skjóli þess að maður mér æðri í stöðu og gáfum detti niður í gleðilegt barnshlutverkið sé mér léttir vegna axlaskapar, fílfahegðunar og truflunar sem ég sýndi af mér og ég á það enn til að detta í trúðshlutverki frúin komin langt í sextugt.
Við höfum haft alla flóruna við stjórnvöldin, fíflið, trúðinn, þann geggjaða, hinn feimna, þann með sturlnunarblikið í augunum, siðblinda lygarann en fæstir þeirra hafa stigið fram í sínum rétta búningi.
Það sem ég er guðfræðinemi þá get ég ekki annað en verið spennt þegar ég stíg í Evuklæðinum einum saman og prestkraganum fyrir altarið og deili út brauði og víni lífsins, í fyrstu bók Genesis er sagt frá Evu sem hafði ekkert að fela fyrr en hún lokkaði Adam til að taka bita af eplinu - hún fékk laufblað, ég fæ prestkraga.
Til hamingju þið öll sem þorið að koma til dyranna eins og þið eruð klædd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.