Það logar

Mikið óskaplega hlýtur það að liggja þungt á þeim aðilum sem vita hver sannleikurinn er í þessu máli.  Fyrir mína hönd þá mun þessi flokkur ekki fá mitt atkvæði.  Það hefði kannski fengist hefðu menn stigið fram og sagt satt, því ekkert er betra en að fylgja flokki sem segir sannleika, leiðir fram sannleika og vinnur í sannleika.

Allt hið pólitíska líf á Íslandi er rotið og við lærum að rotna með.  Það er það sem unga fólkið er að fá í farteskið, ferill í falsi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss um að þeir aðilar sem vita "hvar sannleikurinn er" eigi neitt erfitt um svefn. Þú erty jú að tala um atvinnupólíkusa af hvaða flokki sem þeir kunna að vera.

Við kjósendur erum rétt að vakna af Þyrnirósarsvefninum, og þurfum þess vegna að átta okkur áður en við krossum á kosningalistann.

Trúlega er það rétt hjá þér að "allt hið pólitíska líf á íslandi"sé rotið.Kannski er allt kerfið rotið og kannski hefur það verið það lengi.

Kannski lærir unga fólkið, sem enn er ekki komið á kaf í spillingarfenið eitthvað af mistökum eldri kynslóðarinnar.

agla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband