Ömurlegt

Hvað við erum spillt og gráðug og ekki virðist það batna eftir því sem ofar dregur menntunar- og stjórnháttarstiginu.  Ég er ekkert að undanskilja sjálfa mig enda refur mikill og dreg á eftir mér þungan syndarpokann.  Stjórnmálaflokkarnir eru engar fyrirmyndir og höfuðsyndirnar hafa synt beint inn í hjörtu manna.  Svo er það undarlegur andskoti hversu auðvelt það er að ljúga og horfa beint í augu manns meðan það er gert.

Skyldi mér einhverntímann batna af syndugum hugsunum og athöfnum.  Ég býð mig fram til næstu kosninga og opna fyrir syndarpokann - ég fengi ekki eitt atkvæði ef ég segði satt frá :-)


mbl.is Ömurlegar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera við atkvæðið mitt,þú ert búinn að redda því.::::1,atkvæði frá Núma til þín,skora á aðra að gefa þér atkvæði hér á blogginu.  Svo bara að hella sér í pólitíkina.Þú værir  stoð mikil hverjum flokki sem er en helst ekki(xd),gangi þér vel í atkvæðasmöluninni.

Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Hæ Númi, ég bara brosi í öllu þessu volæði.  Ég missti nú einu sinni bílprófið vegna ölvunaraksturs og komst einu sinni í handjárn.  Ég hef líka ótrúlega háværa rödd þannig að ég held að salurinn myndi nú tæmast kæmist ég í pontu.  Tek það líka fram þar sem ég er lágvaxin að það myndi rétt glitta í litaðan rauðan koll sem rifist út í loftið. En takk fyrir atkvæðið

Ólöf de Bont, 10.4.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband