Stundum er hættulegasta lygin þögnnin

Ég kann vel að meta það sem Svavar tjáir sig um.  Máltækið þögn er gulls ígildi er ætíð í gildi og það er svo sannarlega rétt að viturt og kærleiksríkt fólk kann að orða hugsanir sínar og það kann líka að þegja þegar við á.  En þegar þögnin tekur á sig grímu níðingsverka þá er hún orðin að lygi sem breiðist hratt út eins og smitsjúkdómur.  Við lítum undan og þegjum þegar við sjáum að það er verið að níðast á þeim sem eru ómálga og minna mega sín.  Ég er viss um að það eru fleiri prestlærðir sem hafa þennan gullmola í brjósti sér að vita hvenær er rétt að þegja og hvenær það er rétt að stíga fram og verja þann sem níðst er á.
mbl.is „Prestar eiga að kunna að þegja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband