Leið mig ei í freistni

Ég veit ekki hvort ég hefði nýtt mér þessa leið hefði ég átt næga peninga og enn verið að reka fyrirtæki.  Það er ótrúlegt hvað græðgin og sjálfshyggjan getur sótt mann heim og reynt að blinda mann.  Það eru alls staðar freistinga t.d. borga ekki vsk af iðnaðarvinnu, reyna að fá sem bestan skattafslátt og fara með peningana sína til skattaparadísa og þannig komast hjá því að byggja upp land þar sem hægt er að enda ævidagana í þeirri vissu að vel væri fyrir manni séð.  Það er nú þannig að allt kemur í hausinn á manni sem maður gerir.

Ég komst aldrei svo langt að geta komið mínum peningum út úr landi enda fékk ég enga hjálp eða aðstoð við það frá bankastarfsmönnum, það er frekar að peningar sem ég treysti banka fyrir rýrnuðu eða týndust og ekkert af þeim kemur til baka. 

Það eru margir í sömu sporum og ég að þurfa að hefja upp á nýtt sparnað til að geta auðveldað mér að lifa áhyggjulausu lífi sem gamalmenni.  Ég veit ekki hverjum ég á að þakka fyrir þá aðstoð.  Kannski má ég bara vera fegin að þurfa að byrja streðið upp á nýtt gigtveik og gömul eins og ég er í dag.  En, ég lifi bara fyrir daginn í dag.  Ég gæti verið dauð úr kulda á morgun.

Bankar á Íslandi hafa farið óvarlega með fé íslensks almennings meðan topparnir fengu allar þær ráðleggingar sem nauðsynlegar voru til þess að þeir þyrftu ekki að greiða skatta.  Ef enginn borgar skatta verður landið óbyggð hrjóstrug eyja í Atlandshafi þar sem fé og fuglar una sínu en mannfólkið fer landflóttaleiðina.


mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég hélt að freistingarnar væru til þess að standast þær.

TARA, 5.2.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Þær eru það en freistingin er sæt og stundarsæla sem dregur margan andskotann á eftir sér

Ólöf de Bont, 5.2.2009 kl. 14:43

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já tek undir þennan pistil þinn mín kæra. 

Ég er einn af þessu miðstéttarlið, sem borga drjúgan skatt. Hef greitt hann með brosi á vör og talið mér trú um að ég sé að leggja mitt af mörkum til samfélagsins og eins til efri ára. það bros er ekki á minni ásjónu lengur, þegar ég sé allar þessarr svikamyllur. Ein þversöngin um menntun birtist mér þarna, allt þetta unga vel menntaða fjármálafólk sem kom til starfa, en mér hefur verið sagt að mennt sé máttur, þarna bítur hún í skottið á sjálfri sér og fyrir mér birtist menntun þessa fólks í því að þau hafa sannarlega lært hvernig hægt er að stela og koma sér undan skattgreiðslum.

Held að það þurfi að koma með eitt þekkingarþorpið í viðbót út á þetta, okkur skattborgurum ætti ekki að muna um það ofan á tónlistarhús og önnur lúxusævintýri.

Kannski er best að flytja úr landi.

Kveðja á íg úr Kattegat.

Einar Örn Einarsson, 5.2.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband