Gaza - útrýmingabúðir

Þegar ég var lítil fyrir 50 árum eða svo var mjög takmarkaður fréttaflutningur og tók það langan tíma fyrir fréttir að komast áleiðis.  Lífið þá virtist ekki eins flókið og maður varð ekki eins var við hið illa.  Sem barn tókst mér að lifa í þeirri staðföstu sannfæringu að lífið hefði kærleiksríkan tilgang og það væri fátt um illa vætti í heiminum.  Það var gott að vera barn þótt einhver fátækt væri hér á landi, gott að því leyti að ekki vældi í sírenum og að búast mætti við sprengjuregni hvenær sem var, en illskan var til en langt í burtu.

Núna lesum við um illa meðferð á heilum þjóðum. Fólk er lokað inni á litlu svæði og stráfellt.  Engin miskunn.  Saklausir borgarar eru stráfelldir og við fáum myndrænar fréttir um það í gegnum vefmiðla.  Það tekur í hjartað að geta ekki gert neitt nema að bera uppi mótmælum við aðgerðir af því tagi sem Ísrael beitir herteknu þjóðinni Palestínu.  Ég á ekki orð yfir að þjóð sem sjálf þurfti að ganga í gegnum holocaust og útrýmingar í síðari heimstyrjöld.  Mig grunar að ríkisstjórnir í hinum vestræna heimi hafi einhvern hagnað af þessu öllu.  Hverjir selja vopnin?


mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Menn eru víst að hrókera pappírum í hinum stóra heimi. Það hjálpar mikið eða þannig.

Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Já, menn hrókera með pappíra og mannslíf þarna fyrir botni Miðjarðarhafs.  Hér hrókera menn með pappíra og fólk, en drepur ekki fólkið alveg nema að fjárhagslegu leiti.

Ólöf de Bont, 9.1.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Oft er gott að lesa söguna og afla sé upplýsingar og skrifa svo, síðan skal dæma.

Rauða Ljónið, 9.1.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Ólöf de Bont

Kæra Ljón,

Svar þitt er nokkuð loðið eins og feldur þinn.  Það er erfitt að lesa skoðun þína eða vitneskju út úr þessu litla svari þínu.  Það sem skrifað er hér lýsir eingöngu skoðun á þeim fréttaflutningi sem okkur berast í gegnum fjölmiðla, þeir gætu verið ritskoðaðir á sama máta og sagan í gegnum aldirnar hafa verið ritaðar út frá mismunandi sjónarhóli ákveðinna stétta.  Endilega upplýstu um réttan dóm.

Ólöf de Bont, 9.1.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef við lesum söguna sem þú eflaust hefur gert Ólöf mín þá sjáum við ljóta hluta á prenti, en eins og þú segir voru fréttir allt öðruvísi fyrir 50-60 árum og svo tel ég það eigi koma sögunni við að okkur finnist þetta hræðilegt sem er að gerast 2009.
Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2009 kl. 20:13

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Milla mín

Ég hef lesið sögu mannsins, ekki nákvæmlega en þó nóg til að vita hvernig mannskepnan hefur hagað sér í gegnum aldirnar.  Við hættum víst aldrei að fremja morð eða þjóðarmorð, við erum sjálhverf og sjálfselsk og við drepum og meiðum jafnvel til að verja hinn góða málstað.  Það hryggir mig að þótt ýmislegt hafi verið skráð á spjöld sögunnar að hið vonda ræður ætíð ríkjum og þrátt fyrir öll okkar mótmæli þá breytist heimurinn lítið, nema hann verður tæknivæddari og við betur í stakk búin til að drepa enn stærra. 

Hér heima búum þurfum við að búa við sívaxandi græði fámennra hópa sem ráða lífi okkar og limum fjárhagslega og er spurningin um hvenær uppi úr sjóði þannig að hálfgerð borgarstyrjöld skelli á.

Lífið er skrítið en ég kýs að horfa í átt til ljóssins.

Ólöf de Bont, 9.1.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég líka Ólöf mín og ég er svo sammála þér með söguna hún var, er og verður ljót, en við verðum að lifa áfram og reyna að hafa áhrif á þá nánustu í það minnsta.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er spurning að þrýsta á Þjóðverja og endurskoða skaðabótagreiðslur þeirra til Ísrael. Nú hafa þýskir skattborgarar ástæðu til að ætla, að hluti eða jafnvel allt þetta mikla fé sé varið til kaupa á hergögnum til að nota gegn 3ja aðila sem Þjóðverjar eru sennilega ekki í neinum beinum tengslum við.

Þessar gríðarlega háu skaðabætur má annað hvort skilyrða, t.d. að þeim sé varið til friðsamlegra nota. Að fella þær niður einhliða væri auðvitað dálítið harkalegt,- en þetta óskiljanlega stríð er dapurlegt hvernig sem litið er á það og Ísraelum (Gyðingum) ekki til framdráttar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.1.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Ólöf de Bont

Guðjón, hafa þjóðverjar dregið það á langinn að greiða fórnalömbum útrýmingaherferðarinnar skaðabætur?  Ég myndi miklu frekar vilja sjá frið en peninga.  Mér var sagt áðan af vinkonu minnar sem er fædd af gyðingum að þegar Sameinuðu Þjóðirnar úthlutuðu Ísraleg hið fyrirheitna land og hröktu þar með Palestínumönnum á flótta að nágrannar þeirra Arabar hafi ekki viljað taka við þeim.  Palestínumenn eru núna gyðingar nútímans á flótta og að leita að fyrirheitna landinu þar sem hægt er að lifa í friði.  Tek það fram að þessi vinkona mín fordæmir aðgerðir Ísraelsmanna.

Ólöf de Bont, 11.1.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband