Ísrael

Ég les, sé og heyri um þessar hörmungar sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs.  Þjóð sem einu sinni var hundelt og stráfelld og nánast útrýmd, virðist nú ganga fram af sömu hörku og þeir sjálfir upplifðu í seinni heimstyrjöldinni.  Þá eins og nú eða réttara sagt rétt áður en Hitler trylltist voru gyðingar gerðir útlægir úr sínum heimahögum, þá með samþykki Evrópskra þjóða - stjórnir landanna og hinn almenni borgari (fyrir utan nokkrar hetjur) horfðu til hliðar meðan gengið var að fámennri þjóð og hún nánast murkuð út.

Ofboðslegur ótti hlýtur að liggja hjá þessari smáþjóð (ríki gyðinga er nú ekki stórt landfræðilega séð) sem í skjóli stórveldanna hertekur heila þjóð og kemur henni fyrir í rosafangelsi, einangrar hana og stráfellur hina saklausu meðan þeir sem stýra "helförinni" sitja varðir í sínum byrgjum og spila með ástandið eins og góðir skákmenn.

Maður hefur vonað í áratugi að þessum átökum myndi linna, að menn sæju að sér og hættu þessum byssuleik.  Nú hafa verið aldar upp tvær kynslóðir sem þekkja ekkert annað en styrjaldarástand skv. því sem maður les í blöðum og hatrið fær að blómstra.  Menn geta ekki hætt að henda sprengjum á hvorn annan og þetta er orðið að þvílíkri hringrás heimskulegra athafna að maður gapir. 

Þrátt fyrir kreppuna hérna heima þá þakka ég fyrir þessa fámennu þjóð sem býr á eyju langt út í Atlandshafi þar sem engar styrjaldir hafa verið háðar síðan á miðöldum.  Ég er nýbúin að borða ríkulegan morgunverð eftir letisvefn á sunnudegi og engar sprengjur eða árásir hafa truflað mitt líf í dag.

Ég bara bið og vona að vargöld herji ekki á okkur í framhaldi af græðgisvæðingu og stuldi fámennra einstaklinga sem hafa fengið að rúa landið okkar inn að skinni.


mbl.is Framganga Ísraels fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband