Þrjár litlar mýs

Ákváðu að hörfa áður en flóðbylgjan skellur á og settu í gang pappírstætarann, sem tætti allt það sem gæti bendlað þá við svikamyllu þá sem hefur verið starfrækt síðustu ár hér á landi.  Rottur eru stórar, miklar og skemma hraðar en litlu mýsnar sem læðast með veggjum.  Fuss og svei segi ég nú bara, hei strákar, ekki taka þetta persónulega til ykkar, þið hafið unnið í skjóli bankans og þurfið ekkert að roðna, eða? -

Mig grunar að sannleikurinn komi seint eða aldrei í ljós, landið er svo lítið og svo margir tengdir og innviklaðir að hver ver annan.


mbl.is Hætta hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er vinnu þessara litlu músa við pappírstætarana lokið. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:27

2 identicon

Held að pappírstætarinn hafi verið notaður mest fyrir 4-5mánuðum síðan og standi frekar ónotaður í dag.

Þetta siðblinda bankapakk á að sækja til saka!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, svo sammála þér.

Með góðri kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.3.2009 kl. 17:27

4 identicon

Já gott að hengja fólk sem þið vitið ekkert um.

blahh (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:55

5 identicon

Mannfyrirlitning sem skín í gegn hjá almenningi í dag er sorgleg.

Aðgát skal höfði í nærveru sálar.

Erum við ekki betur upp alin en þetta??

Helga (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:52

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Blahh og Helga - ég kem þó undir nafni með mínar spekulasjónir.  Ég tek það fram að ég er ekki að dæma þessa menn persónulega, ég er að dæma það kerfi sem þeir unnu við - og ég legg fram þá spurningu hvort þeir hafi vitað e-h sem við hin vissum ekki.  Það eru ekki bara þeir að ofan sem eru sekir, undirmenn sem hlýða skipunum hafa líka sína ábyrgð.

Helga, hvaða mannfyrirlitningu ert þú að tala um, mannfyrirlitninguna sem menn í ábyrgðarstöðu sýndu þjóð sinni með því að setja allt á hausinn og stinga af? Eða er almenningur sem hefur týnt aleigu sinni og atvinnu þeir sem sýna mannfyrirlitningu með því að kalla þá sem framkvæmdu til ábyrgðar. 

Ég hef nú verið kölluð rotta fyrir minna en þessir menn gerðu! - Dæmi hver fyrir sig og þú ert örugglega vammlaus kona Helga mín.

Ólöf de Bont, 2.3.2009 kl. 23:24

7 identicon

Bara vegna þess að ég kýs að koma ekki fram undan nafni þýðir ekki að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Þú ert að tjá þig um menn sem þú þekkir ekki. Þú ert að alhæfa um fólk sem var svo óheppið að vinna hjá fyrirtæki sem fór á hausinn og er því allt stimplað sem þjófar og níðingar. Ég er einungis að hvetja þig til að sína smá stillingu og leyfa dómstólum þessa lands að taka á þeim lögbrotum sem voru framin. Við höfum einfaldlega ekki upplýsingarnar til að dæma um það.

Blahh (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Ólöf de Bont

Æi Blahh, ég er ekki að dæma mennina persónulega - ég dæmi verkin og athafnirnar.  Þekki ég það ekki sjálf sem launþegi að hafa þurft að framkvæma hluti sem voru ekki að mínu skapi, bara til að halda vinnunni.  Það má gagnrýna mig fyrir mín vinnubrögð, mínar gjörðir og það sem miður hefur farið á mínum lífsferli.  Það er yfirborðið sem er dæmt Blahh og það sem fram fór.  Við vitum líka að sauðirnir fylgja forystunni (ég ekkert undantekin) að flestu leiti, sumir sauðir fara þó eigin leiðir og fylgja innri sannfæringu og þora að lifa skv. henni.

Ég hafði ágætis sjóðsstjóra sem ráðlagði mér og eiginmanni mínum.  Hann er góð manneskja, hann vissi þegar hrunið var að skella á en hélt áfram að segja að allt væri í lagi.  Honum var ráðlagt það.  Hann sjálfur fór ekki varhluta af hruninu og tapaði sjálfur persónulega.... hann á sinn eigin máta hefur beðist afsökunar og sýnt í orði að honum þyki miður hvernig fór.  Svona fólki ber ég virðingu fyrir. 

Það er auðveldara fyrir þig Blahh að höggva í mína persónu en ég í þína... þú kemur ekki undir nafni og þar með er þín skoðun ekki marktæk.

Ólöf de Bont, 3.3.2009 kl. 10:27

9 identicon

Humm.. ég stundaði ekki Ad hominem árásir. Skrítið að þú skyldir leggja það til.

Blahh (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:12

10 Smámynd: Ólöf de Bont

Blahh.... ég held að þú sért einstaklega gáfaður einstaklingur, þú liggur ekki á latnesku heitunum - ágreiningi manna á millum - ef ég man rétt (argumentum ad hominem).  En farðu ekki að skjóta mig í kaf með svona hendingum því þá gæti komist upp um fáfræði mína.

Hver er þýðingin á Blahh....?

Ólöf de Bont, 4.3.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband