Nú gengur fram af mér

Á nú að fara að passa upp á að Baugsmenn haldi eigum sínum út á Bretlandseyjum.  Eru menn og þjóð orðin vita vitlaus?  Ég hef ekki heyrt annan eins andskota, fyrirgefið orðbragðið.  Kaffið sem ég er rétt í þessu að drekka eftir langan morgunsvefn bragðast allt í einu eins og biturt eitur.

Engar eignir á Íslandi en ef ég les rétt öll fjármögnun héðan.  Nú fer Landsbankinn aftur á sinn feita boss og almennir sparifjáreigendur fjármagna sukkið hans Jóns Ásgeirs.  Fjandinn hafi þetta ástand en ég óska engu fólki fjandans til.

Hvar er siðferðisvitund þessa fólks.  Er hægt að loka gjörsamlega á öll tengsl við samborgara sína og blóðmjólka þá meðan maður siglir um á lystisnekkju við strendur Cayman eyja.

 


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Nei takk engin greiðslustöðvun þarna. Eru þeir ekki búnir að gera nóg ??

Guðrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 10:43

2 identicon

Athugið að greiðslustöðvun er aðeins tímabundin og kemur ekki í veg fyrir að einir verði seldar upp í skuldir. Þetta er n.k. "umþóttunartími" til þess að stabilísera ástandið meðan verið er að vinna úr málum. Það er sennilega lítið jákvætt í þessu fyrir Baug.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:54

3 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Jón Ásgeir fékk nú ekki útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir ekki neitt, það hefur sennilega enginn Íslendingur flutt út eins mikið magn af peningum og hann.

Aðalsteinn Bjarnason, 4.2.2009 kl. 11:11

4 identicon

Gleymum ekki, að spjátrungurinn á Bessastöðum, leit ávallt Jón Ásgeir sem töframann íslenskra útrásar-mogúla.

 Bónus - bjargvættir fátæka mannsins !

 Hvað verður nú, þegar Dominokubbarnir fara að riðlast hér á landi ? Bónus, Hagkaup og síðan önnurhver smásöluverzlun á landinu ?? Tilheyrandi atvinnuleysi þúsundanna.

 Verður milljarða húseignin á Mannhattan seld?

 Verður hundruð milljóna lúxus-snekkjunni siglt frá Karabiska-hafinu ?

 Verður einkaþotunum flogið til Tule á Grænlandi ?

 Já, " Illur fengur - illa forgengur"

 Kannski er stutt í að óskir vinstri-grænna nái að rætast fullkomnlega, við aftur í sauðskinnskó með lambhúshettur - tínandi fjallagrös !

 Ó hvað hún mun þá gleðjast litla snorta, saklausa stúlkan hún Kolbrún Halldórsdóttir ráð"FRÚ" !

 Annars var það að uppgötvast, að Davíð, Geir Haarde og "heilög" Jóhanna eiga eitt alveg sameiginlegt.

 Hvað ?

 Jú, þau sofa ÖLL hjá konum !!

 Sveimér ef maður öfundar þau ekki, en þá verður að minnast sem Rómverjar sögðu forðum.: " hostis honori invidia" "þ.e. " Öfundi er óvinur dyggðarinnar" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ómögulega takk.

Rut Sumarliðadóttir, 4.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband