Fullt tungl

Þessi dagur er einn af þessum fallegu vetrardögum nema það vantar snjóinn til þess að auka enn meira á birtu tunglsins sem er fullt í dag.  Ég er döpur og það er í mér kvíði.  Döpur yfir öllu þessu óréttlæti sem á sér stað hér heima og erlendis.  Menn, konur og börn eru felld í þúsundavís víðs vegar um heiminn.  Mér finnst eins og vatnsföllin séu lituð blóði sem streymir endalaust áfram og ekkert getur stoppað það. Hér heima háum við baráttu á vígvelli kapitalismans og gróðarhyggju.  Við erum svo fáliðuð og landflæmið svo stórt að byssur og hnífar hafa ekki verið teknir upp og menn vegnir.  Erum við örugg að öllu öðru leiti en að við fjarlægjust stöðugt þetta fjárhagslega öryggi sem við höfum búið við sl. áratug eða svo? Allavega langflest okkar.  Gæti það gerst að sprengjuregn myndi tvístra okkur og drepa í hrönnum eins og gert er fyrir botni Miðjarðarhafs og í mörgum ríkjum Afríku og jafnvel Ameríku?   Stríðið, þetta helvíti, færir sig eins og hraðfara snákur á  milli heimsálfa og kálar okkur, sumum hratt og sumum hægt.  Við stefnum að feigðarósi og ekkert okkar er öruggt. 

Værum við ekki svona gráðug, reið og nojuð þá væri heimurinn friðsamari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband