Færsluflokkur: Dægurmál

Fjárlög

Blessuð ríkisstjórnin hefur víst ekkert annað val en að ráðast á þá sem lægst eru settir í þjóðfélagsstiganum.  Svona er það nú, lágstéttin blæðir en hástéttin heldur sínu.


mbl.is Blóðug fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldahækkun

Héldum við virkilega að Jón eða Gunna slyppu við að taka á sig sukkið og svínaríð sem útrásarvíkingar og stjórnvöld hafa staðið að síðustu ár.  Eignaskattur hlýtur að vera lagður á aftur svo hægt sé að fá enn meir út úr almúganum, sem eins og Skarfur benti mér á er nánast eigna- og atvinnulaus. Ég hef víst sofið að feigðarósi síðustu tíma góðæris og veit ekki hvaða skattar eru lagðir á þjóðina núna. 

Verst að maður fitnar af hafragrautnum og mörinni sem maður er farin að éta núna.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótir strákar

Það eru allstaðar til fólk sem hefur það að atvinnu að vera þrjótar.  Í mínum augum eru þeir ekki Hrói Höttur.
mbl.is Vírus herjar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigin lög

Við Íslendingar förum alltaf að eigin lögum.  Við búum þau bara til ef annað hentar ekki.  Menn verða nú að bjarga sér, sérstaklega ef þeir eru af nesinu með hvíta toppinn - þar eru víkingarnir hinir mestur... eða eru þeir ekki þaðan? 

Við vorum samt ákaflega hrifin af þessum bræðrum þegar vel gekk og fjárfestum eins og óð væru í öllum þeirra fyrirtækjum og nú sökkvum við með þeim.  Gott að ég kann að synda, og líka að syngja.


mbl.is Segja Bakkavör á svörtum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veltufyrirtæki

Afhverju tók ég ekki þátt í svona veltu þegar ég rak eigið fyrirtæki?  Ég hafði alveg tækifæri til þess að gera fyrirtækið gjaldþrota sem ég rak og taka til mín eignir áður en sá gjörningur yrði gerður.  Ég veit ekki hvort ég var heimsk eða gædd siðferðisvitund? ... Mér líður allavega ágætlega í dag.  Allar skuldir greiddar, fyrirtækið selt, babb sem kom í bátinn eftir sölu lagaði ég með greiðslu úr eigin vasa.  Kannski hafði ég of heiðarlegan endurskoðanda, ráðgjafa og lögmann sem ráðlögðu mér?  Ég sef betur og get horfst í augu við fólk án þess að roðna eða róa mig niður með lyfjum.
mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leiðin

Þetta er að mínu mati ekki leiðin til að ná fram tilgangi sínum, allra síst ef mótmælendur þurfa að hylja andlit sín.  Maður á að geta staðið sem andlit á bak við skoðanir sínar.  Ég sjálf er ekkert hress með ástand mála í þjóðfélaginu í dag hér heim eða þá hvar annarsstaðar í heiminum.  Stríð elur af sér stríð. 

Skoðun mín er samt sú að þeir sem ábyrgir eru fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðina þurfi að svara til saka og taka afleiðingum gjörða sinna.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

En svona gerast hlutir þegar maður er einfari.  Sumir kjósa að vera einir og leita aldrei eftir félagsskap.  Eða kannski var maðurinn ekki einfari heldur veikur og í engum tengslum við fjölskyldu sína.  Sumir deyja einir.  Allir viðkomandi eiga samúð mína.
mbl.is Fannst látinn í íbúð sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svín

Ég á nokkrar purusteikur í frysti sem ég keypti ódýrt í Bónus.  Ætli þær séu írskar?
mbl.is Funda vegna írsks svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðugur gærdagur - viðkvæmir ekki lesa

Jamm.  Hann var blóðugur og skrítinn dagurinn í gær og sannar að oft er stutt á milli þess að vera hraustur og liggja síðan undir hnífnum, en þetta er nákvæmlega það sem gerðist með mig í gær. 

Ég var búin að njóta tónleika um morgunin þar sem dótturdóttir mín lék á flautu, skila drengnum til móður sinnar eftir næturveru hjá mér.  Sitja á Cafe Paris með fjölskyldunni sem hópaði sig á tónleikana.  Ég var eitthvað smágruggin og Rósa frænka komin í heimsókn eftir að hafa ekki sést í hálft ár.  Svo þurfti að taka einn aukatíma í stærðfræði hvar Matrix heimur stærðfræðinnar opnaðist mér skyndilega.  Mér leið skringilega og fann heitan vökva renna frá mér.  Ég reyndi að flýta mér eins og ég gat til að komast út, skammaðist mín fyrir ástandið og upplifði mig óhreina kona eins og lýst er í Gamla Testamentinu. 

Þegar út á götu var komið stóð ég í miðjum blóðpolli, pollróleg í rauninni.... furðulegt undir svona kringumstæðum.  Gekk að bílnum mínum og lagði regnjakkann yfir sætið og keyrði mig á LSP, þar sem ég var sett í bráðaagerð og hreinsuð út.

Mér finnst þetta leiðinlegt að breytingarskeiðið fari svona með okkur konur.  Ekki nóg að við fáum hitaroða í andlitið og að líkami okkar svitni ógurlega (einkenni, sem ég er að mestu laus við) heldur getur hið blessaða líffæri sem hlúir að og nærir börn á myndunarskeiði þeirra tekið sig til og búið til einhvern fjandann sem gæti orðið að einhverju sem vex og vex og þarf síðan að taka.... já, lífið er skrítið og maður veit ekki hvað býður manns handan hornsins. 

Nú er ég búin að fatta að lífið er mikilvægara en einhver kreppa.  Samvistir við fólk og hlýjar hendur gefa af sér meiri vexti en innistæður á bankabók eða sjóðum.

Nú er framundan hjá mér að reikna og reikna í dag, próf á morgun, sleppi prófi annað kvöld og fer í sjúkrapróf á föstudag og síðan próf á þriðjudags morgun.  Ég held að allur prófkvíði og lélegt sjálfsmat hafi verið skrapað úr mér  í gær og að ég bara brilli á þessum prófum.


Grýlusöngur

Platafinn samdi þennan texta handa drengnum, sem sefur á sínu græna eyra núna eftir að hafa æft sig.... en segir að gamla stellið sé ekki í lagi að breyta börnum í endur. 

Það á að gefa öndum börn
að bíta í á jólunum,
kúafjós og kæstan örn,
svo kreista þær úr bólunum,.
Væna flís úr fýldri görn
sem féll úr bekk á hólunum.
Nú á hún gamla Grýla börn
sem grillar hún á jólunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband