Fólksflótti

Ég er nú ekkert á þeim buxunum að gefast upp og leggja land undir fót á erlendri grundu.  Gerði það fyrir 30 árum síðan en kaus að koma heim á klakann eftir 7 ára fjarveru.  Þá var ég ung og full orku og hefði getað lagt heiminn að fótum mér hefði ég haft eitthvað af gáfum sem útrásarvíkingar og þeirra hjálparmenn hafa.  En ég er meðalljón, sem trúði á að best væri að búa á Íslandi, er eiginlega enn þeirrar skoðunar.  Náttúran er stórkostleg og það hefur verið kostur í mínum augum hvað við erum mannfá.  En nú horfir öðruvísi við, mannfæðin gerir það að verkum að stórar skuldir leggjast á hvern einstakling í landinu, skuldir sem aldrei verður hægt að borga.  Ekki bætir um ef unga fólkið sér sig knúið til að flýja land vegna þess að það á sér ekki framtíð hér heima.

Hún er erfið sú tilhugsun að ég og fleiri dagi upp sem gamalmenni í kotræskni með fá sem engan til að hlúa að mér þegar líkami og sál geta ekki meir.   - Segi bara TAKK fyrir mig þið sem hafið kosið eigin rann í stað fyrir að huga fyrst að þjóðinni.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband