Jessss...

Svona á að standa að málum.  Akkúrat D og F sitja saman og Don Gunnar "papa il grande" situr bara út kjörtímabilið.  Þvílík og önnur eins kennslustund í siðfræði pólitíkusinnar fyrir unga fólkið í landinu.  Vafalaust er Gunnar hinn besti maður og að sögn hefur hann af ofurkrafti byggt upp Kópavog, en menn sem staðnir eru að verki að hygla il famiglia ættu að stíga til hliðar og sýna með því þroska og skilning á málinu, þetta eiga reyndir menn með innsæi inn í siðferðilega skyldu sína að gera.

Það má þakka Gunnari uppbyggingu í Kópavogi en tukta hann til vegna þess að hann lætur hjartað og fjölskyldutengsl ráða för - hann er góður faðir en dálítið krumpaður bæjarstjórnarmaður.   

Hef þetta að sjálfsögðu úr fréttum og blöðum og þekki ekki kauða af eigin reynslu, þess vegna er svo auðvelt fyrir mig að dæma því ég tengist ekki fjölskylduböndum.

Er oft að skoða minn innri mann og spekulera í því hvernig ég væri hefði ég völd.... myndi ég ganga í fótspor slíkra manna eða léti ég reglurnar ráðar? Veit ekki!


mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er virðingarvert af Sjálfstæðisflokknum að ákveða að koma bara til dyrana eins og hann er klæddur.  Grímulaus spillingarflokkur þar sem eiginhagsmunir og flokkshagsmunir ganga undantekningarlaust  fyrir hagsmunum heildarinnar.

Guðmundur Pétursson, 16.6.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er siðfræði hvergi kennd í þjóðfélaginu nema guðfræðideild HÍ

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Guðmundur, sammála þér hvað varðar klæðin.  Þeir klæðast vafalaust nýju fötum keisarans.  Guðjón, í ljósi allar þessar siðfræðihnignunar hef ég nám í guðfræðideild HÍ í haust, mig langar til að verða betri manneskja og þekkja siðfræðina betur.

Ólöf de Bont, 16.6.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband