Lögfest undanskot

Ég ætla ekki að þvo hendur mínar eins og Pilatus og þykjast saklaus af brestum sem hrjá okkur mannfólkið, en þetta mál eins og svo mörg önnur eru svo yfirgengileg að ég á ekki til orð.  Það að löglærðir menn sem ætla mætti að lærðu líka eitthvað í siðfræði geti gengið frá slíkum samningum líkt og samningar Sigurjóns við sjálfan sig er skilningi mínum ofviða.  Toppar þjóðfélagsins eru orðnir svo gegnumsýrðir af "græðgi" að þeir svífast einskins.  Ég velti því fyrir mér hvað menn hafa með milljarða að gera inn á eiknareikningum! ? - Ætli Sigurjón sé ekki bara "hurdler" (söfnunarsýki) og að það séu peningar sem hann telur líkt og Jóakim Önd sem veita honum stundarfróun.  Ég er eiginlega mest hissa á Sigurði, ég hélt að hann ætti snefil af siðferðiskennd og væri almennilegur karl.  Tek það fram að ég dæmi skv þeim fréttum sem fyrir mig eru bornar - þetta gætu allt saman verið kjaftasögur! Hvað veit ég?


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband