Græðgi eða sofandaháttur

Ég veit ekki hvað svona fréttir segja eiginlega.  Var hér einn maður á ferð sem hafði það eitt að markmiði að selja allar ríkiseigur á útsöluverði til þess eins að kallast "kóngur"? - Kaupendur hafa verið ákveðnir og sýnt af sér samningsfrekju og þannig haft kóng og hans ráðgjafa undir.  Ég veit ekki hvar við værum stödd hefðum við haldið áfram að vera lítið land með lítið hagkerfi? Kannski bara með allt fólkið okkar í vinnu og rólegra yfir þjóðarbúinu.

Ég get alveg viðurkennt það að það var gaman að öllum þessum hamagangi.  Hvernig þjóðarremban þandist út og allir gátu veitt sér allt.  Hér og þar um allan bæ nýir jeppar og svart og hvítt skartaði mörg heimili, að ekki sé talandi um allar utanlandsferðirnar og sú sem þessi orð ritar fór reglulega í sín ferðalög.

Ég seldi mitt fyrirtæki á líkum tíma og Landsbankinn var seldur nema ég varð undir í samningsviðræðum og hélt ekki miklu eftir þegar búið var að draga skuldir frá.  Minn stærsti gróði var frelsi frá áhyggjum og græðgisvæðingu í bland við óvinaskap í garð samkeppnisaðila.  Ég var víst ekki með stórt undir mér heldur þybbin kona sem hægt var að ýta til - en mér er nokk sama.  Ánægð í dag í mínum eðlislæga holduga líkama.

Það hafa farið miklir peningar úr landi og nú er það spurningin hversu lengi við erum að ná okkur upp úr öldudalnum.  Er eitthvað á Íslandi sem hægt er að selja fyrir skuldum þjóðarbúsins?


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig þjóðarremban þandist út og allir gátu veitt sér allt"

Ég veit ekki með þessa fullyrðingu hjá þér. Ég hef alla mína tíð verið í eigu bankanna og ríkissins þrátt fyrir mikið vinnuframlag. Ég kalla það ekki lúxus að getað tekið lán á 25% vöxtum. Ég kalla það kúgun og viðbjóð!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Þjóðarremband þandist ekki út meðal allra.  Stór hluti þeirra sem líða undan sukki margra eru venjulegt fólk sem vann samviskusamlega.  En við fórum samt á flot í sukkinu og héldum að góðærið myndi halda endalaust áfram.  Þessvegna sitja margir í súpunni.  Við vitum líka öll að vaxtakerfið á Íslandi er með því ógeðfelldasta í heimi, það er botnlaus hít.   Það að allir gátu veitt sér allt stafaði af lánveitinum sem öllum var opið.

Ólöf de Bont, 21.3.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband