Fasteignamarkaðurinn

Við hjónin erum einmitt að hugsa um að minnka við okkur úr 4ja herbergja, gamalt - nýtt í bland, í 104 hverfinu.  Húsnæðið er alltof stórt fyrir barnlaus hjón og skömm að því að búa svona rúmt meðan aðrir kúldrast í þröngu húsnæði og ekki talandi um þá sem hafa byggt yfir sig einbýlishúsin á góðærinu og eiga nú ekki fyrir afborgunum.

Ríkidæmi og fátækt eru oft á tíðum huglægt kvikindi á Vesturlöndum.  Flest okkar lifa langt ofar velmegunarmarka ef maður fer til vanþróuðu landanna.  Ætli JÁH og IP séu nokkuð hamingjusamari en ég, þessi einfalda kona sem hefur nóg að bíta og brenna þessa stundina.  Áhyggjur mínar af töpuðum sparnaði heyra fortíðinni til, þeir aurar koma ekki til baka.  Ég og minn ektamaki getum lifað á litlu ef við herðum sultarólina, notum bílinn bara einu sinni í viku, verslum "ég roðna" í Bónus en erum að hugsa um að hreyfa okkur yfir í Krónuna þar sem hún er að verða ódýrara en góða, fína, bleika svínið. 

Talandi um það svín, einu sinni fyrir langa löngu var góðhjartaður maður sem fann til með fátækri íslenskri alþýðu og blöskraði einræði einstakra heildsala.  Hann fann sér húsnæði í 104 og fór að selja ódýran mat og nytjavörur í einföldum umbúðum.  Hann átti sér draum um að allir stæðu jafnir að borði.  Mig grunar að þessi maður hafi átt hreina hugsjón og einlægan vilja.  Góðhjartaði maðurinn  átti atorkusaman son sem langaði til að verða stór og mikill maður, eignast flotta hluti og fagra konu, hann gleymdi sér og áður en hann vissi var hann ásamt öðrum í hans flokki búinn að koma þjóðinni á kaldan klakann og því miður hafði hans góðhjartaði faðir misst sjónar af einfeldninni og orðið græðginni á vald. Þeir misstu stjórnina á hömlulausri eignarmyndun, runnu á rassinn og eru nú að fara í meðferð vegna erfiðra fráhvarfa.

En við vitum, það sem fer upp kemur aftur niður.  Sjaldnast er jafnvægi á hlutunum og núna erum við í niðursveiflunni.

Mig langar ekkert í höfuðið á JÁG á silfurfati, mín vegna má það liggja á hans breiðu herðum og það er von mín að í hans hjarta vakni samhyggð til allra þeirra sem hafa þjáðst vegna verka hans.

Amen.


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Kæri G,

Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir þessu góðhjörtuðu hjón, ég vona bara að þau finni sóma sinn í að skila til baka.  Á samt frekar von á því að skuldir þeirra séu meiri en eignir. - Væri hægt að taka lögtak hjá þeim eins og venjulegum íslenskum þegni þá væri það ekki spurningin.

Ólöf de Bont, 14.2.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

viltu þriggja herbergja á fjórðu hæð í breiðholts fyrir hæðina ? :D

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 14.2.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Æi Ella Sigga mín,

Hnén eru orðin svo slæm af efnahagsbyrðum að ég kemst ekki hærra en á aðra hæð.  Sorry

Ólöf de Bont, 14.2.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband