Ný ríkisstjórn

Ég velti fyrir mér hverju hin nýja tilvonandi ríkisstjórn nái fram á 83 dögum.  Við vitum öll að það tekur alltaf lengri tíma að byggja upp en að brjóta niður.  Síðasta ríkisstjórn og hennar undaneldi tókst með sameiningu fárra útvaldra vel gefinna og jafnvel "siðblindra" auðmanna að koma þjóðinni það rækilega vel á kúpuna að við verðum vaflaust að fara að sauðsskóna fljótlega.  Ekki lifum við lengi á skuldunum sem búið er að koma okkur í.

Það skiptir mig ekki máli hvort tilvonandi forsætisráðherra sé samkynheigður eða ei, það eru verkin sem skipta máli.  Ég veit að það verður heit umræða um lesbíuna sem stjórnar landinu og mun vafalaust reynt að draga hana niður í svaðið vegna þessa.  Eitthvað í mér segir mér að Jóhanna sé sterk og sjálfri sér samkvæm og ég vona að hún búi yfir þeim styrk að geta leitt ríkisstjórnina áfram á veg heiðarleika, sjálfskoðunar og breytinga til hins betra, að það verði rannsakað hverjir voru ábyrgir fyrir hruni bankakerfisins og hvaða auðmenn í raun hafi stjórnað þjóðinni.

Nú er farin frá kona sem mér þótti á sínum tíma skelegg, gáfuð og framsækin.  Kona sem þorði að fara á móti straumnum en er nú orðin veikburða af setu með spilltri ríkisstjórn í bland við sín eigin veikindi.  Ég óska Ingibjörgu velfarnaðar og bata og hið sama óska ég Geirs -

 


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband