Það sem fer upp kemur niður

Það er alveg öruggt að margir gangi hnuggnir inn í desembermánuðinn.  Mér var sagt upp í lok apríl og þá var kreppan rétt að byrja og enginn gerði sér grein fyrir hvað framundan var.  Þetta eru skelfilegar staðreyndir fyrir það unga fólk sem þekkir ekki kreppu eða óðaverðabólgu.  Við sem komin eru yfir fimmtugt höfum ýmislegt reynt á okkar lífsleið, en ég man ekki eftir svona darraðadansi eins og núna ríður yfir þjóðina og hinn vestræna heim líka.  Ætli græðgin sé ekki hluti af þessu hruni.  Græði hjá þeim sem ráða yfir fjármálum fyrirtækja og þjóða.  Við "litla fávísa" fólkið eltu þá sem undan fóru og eyddu stórt, ég ekkert undanskilin og nú er komið að reikningsskilum.   Því miður þá eru margir saklausir sem falla í valinn, eldri borgarar, öryrkjar og þeir sem í einfaldri trú sinni færðu sjóðum og bönkum lífssparnaðinn sinn.  Ég vona að ástandið lagist fljótlega og að enginn þurfi að vera atvinnulaus til lengdar.  Ég skellti mér í skóla til að mygla ekki niður í þunglyndi.
mbl.is Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott hjá þér að skella þér í skóla söngsystir góð!

Vilborg Traustadóttir, 26.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband