Eiginkona forstjórans

Ég er ekkert hissa.  Við erum 300.000 manna þjóð og frændveldið ræður ríkjum.  Hvað er betra en að hafa eiginmann eða eiginkonu hinum megin við lánaborðið svo hægt sé að sækjast í stærri og stærri lán? -

Ekki ætla ég að kasta persónulegum skít að einstaklingum sem eiga fyrirtæki eða sitja í stjórnum, vafalaust allt hið besta fólk og vammlaust.  Mér skilst að nú megi ekki reykja inni svo viðkomandi bankastjórnarmaður hlýtur að fara út á stétt þegar fjallað er um má Eikar fasteignafélags.

Svo er ekki hægt að ná í formann bankastjórnar fyrr en hún hefur náð að semja ræðuna sína og ráðfæra sig við þá sem virkilega stjórna þ.e.a.s. skuldarana sem bankinn er háður svo lengi sem þeir greiða af lánum sínum.  Furðulegur andskoti að þetta smit hafi borist frá gamla yfir á hið nýja.

Ég hefði gjarnan vilja að einhver mer vilhollur hefði setið í bankaráði þegar ég tapaði mínu en fékk það ekki frádregið frá íbúðarláni mínu hjá þessum sama banka.  Þeir höfðu greitt úr sjóð inn á hlaupareikning á síðasta lífdegi gamla Kaupþings hluta af sjóði okkar, en vegna þess að millifærslan átti sér stað kl. 14.10 en ekki 13:55 þá náðu þeir í 800.000 til baka af okkar reikningi og við urðum að taka því möglunarlaust.  Á meðan má afskrifa hundruði milljarða á stærri félög og skúffufélög.

Réttlæti er ekki handa öllum bara fáum útvöldum þegar að bönkunum kemur.


mbl.is Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband