Opinberunarbókin

Það mætti ætla að Páll Hreinsson væri að vísa í opinberunarbók bíblíunnar þar sem fjallað er um Armageddon.  Við eigum víst vont í vændum og þurfum að kvíða Íslandsendi fljótlega.  Ég hef þegar hamstrað þunglyndis- og kvíðalyf svo ég komist í gegnum næstu mánuði og hreinlega sturlist ekki. 

Ég hef ekki hugmynd um hvað er í raun og veru að gerast á bak við tjöldin.  Öðru hvoru birtast hörmungarfréttir um eitthvað sem kannski eða kannski ekki hefur gerst og kannski eða kannski ekki hverjir bera ábyrgð.  Haldið þið að þeir sem bera ábyrgð á bankahruninu og spillingu innan flokka og Alþingis undanfarinna ára séu ekki búnir að skjóta sér undan eða finn glufu í lagabókstafnum sem gerir þá ósnertanlega? Það held ég!

Að svo stöddu skiptir engu máli hverjum er um að kenna, gert er gert og verður ekki aftur tekið.  Það sem mikilvægast er að sannleikurinn komi í ljós og að hægt verði að bregðast við komandi vátíðindum, hver svo sem þau eru, og gera landið aftur lífvænlegt fyrir ábúendur og þá sérstaklega yngra fólkið.

Hvert á ég að flýja ef landið verður gjaldþrota?  Til annarra landa þar sem kreppa geisir líka? - Ég efast um að fáar þjóðir vilji taka við miðaldra íslendingum til þess eins að setja þá á bætur!

Þessi rannsóknarnefnd er eins og hópur sérfræðra lækna sem funda saman um krabbameinssjúklinginn og segja við hann, fréttirnar eru slæmar en þær verða verri sem við munum færa seinna.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að takast á við kvíða er oft betra að fá allar upplýsingar    ,góð líking    við krabbameinsjúklinga því menn eru löngu hætir að leyna  krabbam.sjúklingum   upplýsingum eins og gert var í gamla daga.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Eygló

"Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa"

Gott og vel, og hverjar eru þær?  "Við segjum ykkur það eftir  83 daga!"

1)  Hvers vegna ekki núna?

2)  Ef trúnaður aftrar frásögn, af hverju þá að segja nokkurn skapaðan hlut NÚNA? 

 

Eygló, 11.8.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband